Trésmiðja Ingólfs ehf. var stofnuð í janúar 2003 af Ingólfi Rögnvaldssyni. Félagið var stofnað vegna fjölgunar á starfsmönnum og aukinnar starfssemi. Verkefnin voru fjölbreytt, allt frá smíði á húsum, viðhaldi almennt, þjónustu við Rangárþing ytra á fasteignum sveitar-félagsins. Stjórnandi er Ingólfur Rögnvaldsson sem jafnframt er framkvæmdarstjóri.
Í stjórn félagsins eru Ingólfur Rögnvaldsson og Magnhildur Ingólfsdóttir.
Starfsemin
Trésmiðja Ingólfs ehf. hefur þá sérstöðu að geta sinnt þörfum viðskiptavina, s.s. sérsmíði, og smíði á hlutum til að halda upprunalegri mynd á húsum og lagfæra þá hluti, glugga, hurðir, þök o. fl. Innréttingasmíði fyrir leikskóla má líka kalla sérsmíði sem er í líkingu við innfluttar innréttingar sem eru eftir sérþörfum og reglugerðum.
Starfsemin hefur breyst með árunum, meiri kröfur eru gerðar bæði vegna reglugerða og óska viðskiptavina. Framkvæmdir eiga að taka mun styttri tíma núna en áður sem kallar á aukin tækjakost og meira pláss.
Markmið og framtíðarsýn
Markmið félagsins er að hafa góð tæki til að geta leyst þau störf af hendi sem óskað er eftir.
Framtíðarsýn félagsins er að ungir menn taki við keflinu með nýjar og ferskar hugmyndir en haldi því markmiði að byggja falleg og góð hús sem fólk sækist eftir því að eignast og sé öruggt í alla staði sem því miður er ekki mikið af í dag.
Aðsetur
Trésmiðja Ingólfs er til húsa á Dynskálum 32, 850 Hellu í 240 fm húsnæði og gerir alla sína starfsemi út þaðan bæði til Reykjavíkur, Keflavíkur, Árnessýslu og sveitir í nágrenninu. Félagið hefur eingöngu stundað vinnu á Íslandi enn sem komið er.
Mannauður og velta
Hjá félaginu starfa fjórir smiðir, þrír lærlingar og þrír vanir verkamenn. Verkstæðisformaður er hjá félaginu sem sinnir öllu því sem fram fer á verkstæði, viðgerðum á verkfærum og efni sem fer þaðan út og alla sérsmíði. Velta félagsins er mismunandi á milli ára sem skýrist af verkefnum hverju sinni u.þ.b.120-160 milljónir.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd