Stígandi ehf. var stofnaður 1. maí 1947 og er fyrirtækið því í hópi elstu byggingafyrirtækja á Íslandi. Fyrirtækið er í eigu Ámundarkinnar, KS, Guðmundar Kemp, Guðmundar Arnars Sigurjónssonar og Hjartar Karls Einarssonar. Um 20 manns skipa að jafnaði samheldinn hóp sem hefur fagmennsku og vönduð vinnubrögð að leiðarljósi. Flestir í hópnum eru fagmenntaðir smiðir og/eða hafa mjög mikla reynslu í starfi. Þekking þeirra og útsjónarsemi ásamt vönduðum tækjabúnaði gerir félaginu kleift að leysa flókin verkefni af ýmsu tagi.
Fyrirtækið hefur um árabil átt gott samstarf við færustu arkitekta landsins
Hnökralaus samskipti hönnuða og framkvædaaðila eru lykillinn að vel hepnuðu verkefni ásamt faglegum vinnubrögðum. Ánægður viðskiptavinur á að vera sameiginlegt keppikefli þessara aðila.
Innréttingar og smíði
Innréttingar af öllu tagi eru framleiddar á tæknivæddu verkstæði Stíganda. Þrautreyndir starfsmenn eru viðskiptavinum til ráðgjafar varðandi efnisval og útfærslur. Möguleikarnir eru endalausir. Staðsetning skiptir engu máli, við þjónustum viðskiptavini hvar sem er á landinu. Stígandi smíðar tréstiga af öllum stærðum og gerðum með því að samnýta fullkomnar tölvustýrðar vélar og dýrmæta reynslu iðnmeistara okkar af gömlu handbragði.
Stígandi framleiðir vandaðar líkkistur, bæði hvítar og spónlagðar, með viðartegund að vali kaupanda. Spónlögðu kisturnar hafa hlýlegt útlit gegnheillar viðarkistu en eru á mun hagkvæmara verði.
Hraðhús
Stígandi framleiðir sumarhús og smáhýsi til flutnings hvert á land sem er. Við leggjum áherslu á gæði og fagleg vinnubrögð í hvívetna og aðlögum teikningar og efnisval að væntingum viðskiptavinarins. Húsin eru afgreidd á byggingarstigi að vali kaupenda, en við getum annast alla þætti byggingarinnar, þ.m.t. teikningar, byggingarstjórn, leyfisumsóknir, flutning og hvaðeina annað sem þarf. Við hönnun Hraðhúsanna höfum við kappkostað að gera þau meðfærileg og þægileg í flutningi og uppsetningu. Bílkrani nægir til hífinga og því ekki þörf að fá stóran krana sérstaklega í verkið, með tilheyrandi kostnaði. Undirstöður eru jafnframt hannaðar þannig að þær koma á grófjafnaðan malarpúða og eru mjög fljótlegar í uppsetningu. Hraðhúsin eru tilvalin í ferðaþjónustuna.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd