Trésmiðjan Val ehf

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Trésmiðjan Val var stofnuð 1. ágúst 1994 af þeim Benedikt Kristjánssyni og Kristjáni Ben Eggertssyni. Í ársbyrjun 1998 var félaginu breytt úr sameignarfélagi í einkahlutafélag. Benedikt er húsasmíðameistari og Kristján Ben er skipasmíðameistari.

    Starfsemin
    Starfsemin hefur snúist um almenna verktakavinnu í smíði og viðhaldi húsa og svo viðhaldi skipa og báta sem hefur verið vaxandi með stækkandi flota eikarskipa á Húsavík, frá því að hvalaskoðun hóf starfsemi sína árið 1994.

    Starfsmenn og aðsetur
    Í dag er starfsmannafjöldi 5 en hefur í gegnum árin verið frá 5 -12 manns.
    Starfsemin er enn í húsnæði að Höfða 5, sem Benedikt og Kristján Ben byggðu árið 1995, en fyrsta árið var starfsemin í bílskúr Benedikts.

    Verkefni
    Helstu verkefni síðustu ára eru viðhaldsverkefni á eignum ríkisins á Húsavík og í nær- sveitum, trésmiðjan Val hefur átt gott og farsælt samstarf við mörg fyrirtæki á svæðinu og er sem dæmi hægt að nefna Norðursiglingu sem gerir hér út nokkurn fjölda tréskipa.
    Val sér einnig um viðhald á Húsavíkurkirkju ásamt öðrum eignum sóknarinnar.

  • 2002
    Samantekt úr Ísland 2000, atvinnuhættir og menning

Stjórn

Stjórnendur

Trésmiðjan Val ehf

Höfða 5c
640 Húsavík
4642440

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina