Trésmiðjan Ýr ehf.

2022

Trésmiðjan Ýr var stofnuð 1988 þegar þrír fyrrum starfsmenn Kaupfélag Skagfirðinga ásamt eiginkonum sínum tóku sig saman og keyptu fyrirtækið af fyrrum vinnuveitanda sínum, sem um þetta leyti var að draga saman seglin. Kaupendur og formlegir stofnendur Trésmiðjunnar Ýr voru Björn Fr. Svavarsson, Sigurlaug Ebba Kristjánsdóttir, Einar P. Guðmansson, Ingibjörg Ragna Ragnarsdóttir, Hinrik Jóhannesson og Svava Svavarsdóttir.Hinrik og Svava seldu sinn hlut 1. júlí 2016.
Í stjórn eru Einar P. Guðmansson, stjórnarformaður, Björn Fr. Svavarsson, framkvæmdastjóri.
Meðstjórnendur eru Sigurlaug Ebba Kristjánsdóttir og Ingibjörg Ragna Ragnarsdóttir.
Velta fyrirtækisins er u.þ.b. 100 miljónir.

Sagan
Til að byrja með var meginverksvið Trésmiðjunnar Ýr að sinna öllu því sem laut að timburverki og viðhaldi á íbúða- og atvinnuhúsnæði á Sauðárkróki. Þar að auki er töluvert unnið fyrir sjávarútvegsfyrirtækin á staðnum. Í dag starfar Trésmiðjan Ýr jöfnum höndum sem verktakafyrirtæki og trésmiðja. Upphafið að verktakastarfseminni tók á sig mynd á fyrri hluta tíunda áratugarins þegar ráðist var í smíði íbúða í félagslega húsnæðiskerfinu. Síðan hefur eitt verkefnið tekið við af öðru. Þar ber helst að nefna sambýli fyrir fatlaða við Fellstún, vatnstank við Hofsós, auk íbúðabygginga og leikskóla á Hólum í Hjaltadal. Sumarið 2000 hófust viðamiklar framkvæmdir við 350 fm viðbyggingu við rækjuverksmiðjuna Dögun ehf. og er því verkið ólokið þegar þetta er ritað. Einn af helstu þjónustuliðum Trésmiðjunnar Ýr er smíði sumarhúsa sem flutt eru í heild sinni á tiltekna áfangastaði. Helstu viðskiptavinir slíkra híbýla eru fjölskyldur og félagasamtök. Skáli Ferðafélags Skagfirðinga og Hildarsel í Austurdal, eru dæmi um slíkt, svo og gangnamannahús í Kolbeinsdal fyrir Upprekstrarfélag Hóla- og Viðvíkurhrepps. Sérsmíði vörubretta í stórum stíl hófst fyrir nokkrum árum. Helstu viðskiptavinir eru útgerðarfyrirtækin í bænum. Heildarársframleiðslan er upp á 6-7000 stykki á ári. Fyrir nokrum árum hættum við smíði á vörubrettum en höfum tileinkað okkur viðhald og endurgerð gamalla húsa. Í þessum verkefnum höfum við notið tilsagnar Braga Skúlasonar sem býr yfir mikilli reynslu á þessu gamla handverki. Á árinu 2020 höfum unnið að lagfæringu og uppgerð á kirkjunni á Hofi á Höfðaströnd. Á undanförnum árum höfum við unnið mikið við viðhald fasteigna fyrir Ríkiseignir hér í Skagafirði.

Aðsetur og starfsfólk
Trésmiðjan Ýr hefur frá upphafi verið með aðsetur í 300 fm húsnæði við Aðalgötu 24a. Á tímum kaupfélagsins var starfsmannafjöldinn um 10 manns, en eftir kaupin fækkaði þeim niður í 6-7 í hagræðingarskyni. Velta fyrirtækisins á ársgrundvelli nemur um 30-40 milljónum króna.
Nokkrir starfsmenn okkar hafa unnið hjá okkur frá upphafi eða frá árinu 1988.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd