Trévangur var stofnað árið 1990 í febrúar allt til ársins 2007 var það í eigu stofnenda. Árið 2007 tóku við rekstrinum starfsmenn sem höfðu unnið við fyrirtækið. Árið 2013 voru síðan gerð formleg eigendaskipti, þá voru það þeir Jón Ólafur Eiðson, sem hefur starfað á Trévang síðan 2003, Sigurður M. Daníelsson, sem hefur starfað síðan 1983 og sonur Sigurðar, Andri M. Sigurðsson sem hafði þá starfað hjá Trévangi með hléum síðan 2000 og hætti störfum 2015. Stálstjörnur tóku við rekstrinum með þeim frá 2013-2018, en Stálstjörnur er fyrirtæki starfandi á Seyðisfirði. Eftir að Andri hættir störfum hjá Trévangi taka þeir Jón Ólafur og Sigurður við fyrirtækinu árið 2018 og reka það í dag í sameiningu. Jón Ólafur starfar sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu og sér þar af leiðandi um daglegan rekstur og stjórnun, hann sér mikið um smíðar og uppsetningu. Sigurður er verkstjóri bæði inni á verkstæði og yfir verkefnum utanhúss. Trévangur er staðsettur á Reyðarfirði, í um 600 fm húsnæði í hjarta bæjarins.
Sérstaða
Sérstaða Trévangs eru sérsmíðaðar innréttingar sem og húsgögn. Einnig sinnir Trévangur allri almennri smíðavinnu, sem og viðhaldi bæði innan- og utanhúss. Eins sér Trévangur um húsvörslu, sem fyrirtækið tók að sér á seinni árum bankahrunins. Árið 2018 sér Trévangur um almenna húsvörslu í tveimur leikskólum í Fjarðabyggð, einnig sinnir fyrirtækið íhlaupa- húsvörslu hjá nokkrum fyrirtækjum í bæjarfélaginu. Trévangur státar af mikilli fjölbreytni í smíðum og getu til að takast á við nýja hluti og leysa verkefni vel og faglega. Trévangur hefur tekist á við fjölbreytt verkefni meðal annars byggingu á stærri byggingum, fjölda einbýlis- sem og fjölbýlishúsa, iðnaðarhúsnæði og önnur mannvirki, margskonar innréttingar, t.d. innrétting rýma í bókasöfnum. Eftir að núverandi eigendur tóku við Trévangi árið 2007 hafa verkefni fyrirtækisins falið að miklu leyti í sér viðhaldsvinnu fyrir sveitarfélagið og einstaklinga auk einstaka innréttingaverkefna á Höfuðborgarsvæðinu, í Vestmannaeyjum og á Norðurlandi. Trévangur setur ekki fyrir sig að fara um landið og setja upp innréttingar eða sinna öðrum verkefnum.
Mannauður
Árið 2019 voru 8 starfsmenn hjá Trévangi með eigendum. Á stefnuskránni er að fjölga starfsmönnum með það í huga að geta gert út fyrirtækið með nokkrum teymum sem vinna í viðhaldsverkefnum úti við, í nýbyggingum og einnig með teymi sem sinnir uppsetningu innréttinga og hafa auk þess tvo til þrjá fasta starfsmenn á verkstæðinu. Sú þróun þokast hægt en er á réttri leið. Af þessum 8 starfsmönnum eru 7 menntaðir, þar af einn með meistararéttindi í húsasmíði, fjórir með sveinsréttindi í húsasmíði, einn að klára námssamning og einn menntaður húsgagnasmiður með sveinspróf. Í dag starfar einn kvenmaður hjá Trévangi en á tímabili var starfshlutfall kvenna 40%. Jón Ólafur er í dag að mennta sig sem húsgangasmiður og stefnir á að vera komin með meistarabréf í húsgangasmíði haustið 2020, stefnan er að í framtíðinni verði allir starfsmenn Trévangs menntaðir smiðir eða iðnaðarmenn.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd