TRS – Tölvu- og rafeindaþjónusta Suðurlands

2022

TRS ehf. var stofnað af þeim félögum Gunnari Braga Þorsteinssyni og Júlíusi Magnúsi Pálssyni og hóf það starfsemi síðla árs árið 1995. TRS ehf. er í dag í eigu Gunnars Braga Þorsteinssonar framkvæmdastjóra og Dagnýjar Bjarkar Ólafsdóttur, Kristínu Gunnarsdóttur fjármálastjóra og Sigurðar Þórs Sigurðssonar stjórnarformanns, auk Ármanns Inga Sigurðssonar upplýsingaöryggis- og tæknistjóra.
TRS hefur frá upphafi þjónað fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum með tölvu- og fjarskiptabúnað. Fyrirtækið hét í upphafi „Tölvu- og rafeindaþjónusta Suðurlands“ en nafnið var stytt í TRS í upphafi árs 2017. Fjöldi starfsmanna TRS hefur vaxið ár frá ári og eru nú um 35 manns að störfum hjá fyrirtækinu.

TRS er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni, raflögnum og fjarskiptum
Nánari skýring á rekstrinum er:
Þjónusta við fyrirtæki og stofnanir með rekstri tölvukerfa
Ráðgjafar á sviði upplýsingaöryggis og vottunar
Vefþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir
Rekstur gagnavera sem hýsingu fyrir tölvukerfi fyrirtækja og stofnana
Sala á tölvum og fylgihlutum þeirra ásamt rekstrarvörum
Sölu fjarskiptabúnaði, s.s. símum, símkerfum o.fl.
Viðgerðir á tölvum og skrifstofubúnaði
Nýlagnir og viðhald fjarskiptakerfa
Tengingar og blástur á ljósleiðara
Viðhald og nýlagnir raflagna
Uppsetningar og viðhald öryggiskerfa

Tækjabúnaður, mannauður og aðsetur
Fyrirtækið er með mikið af tólum og tækjum til að sinna sínum verkefnum og má þar nefna 30 bíla, þar af um 10 sérútbúna fyrir ljósleiðaravinnu, loftpressur, tengi- og blástursvélar bilanaleitarbúnað, traktorsgröfu, litla beltagröfu, o.fl.
Hjá TRS er rekin metnaðarfull endurmenntunarstefna starfsfólks með það að leiðarljósi að starfsfólki líði vel í starfi og viðskiptavinir okkar fái framúrskarandi þjónustu.
Slagorð fyrirtækisins er „Ein heild í þína þágu“ og var valið á sínum tíma eftir samkeppni meðal starfsmanna og lýsir vel starfsemi og yfirbragði fyrirtækisins.
Fyrstu árin var fyrirtækið til húsa að Eyravegi 25 á Selfossi en fluttist svo árið 2001 að Eyravegi 37 sem eru núverandi höfuðstöðvar og megin starfstöð fyrirtækisins. Einnig er starfsstöð í Kópavogi svo og gagnaver við Austurveg á Selfossi. Áhaldahaldahús er einnig við Austurveginn, birgða- og áhaldageymsla við Breiðumýri á Selfossi auk aðstöðu í gagnaveri Verne á Ásbrú í Keflavík.
TRS ehf. hefur komið að margvíslegum og fjöldbreyttum verkefnum í gegnum tíðina
má þar nefna:
Verkefni í upplýsingatækni:
Hýsing tölva og tölvukerfa fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir víðsvegar af landinu.
Rekstur tölvukerfa fyrir fjölda sveitarfélaga, fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana, víðsvegar af landinu.
Sala og uppsetning á búnaði:
Sala á margskonar tölvubúnaði, s.s. borðtölvum, fartölvum, tölvuklösum, prenturum, ljósritunarvélum, tengibúnaði, símkerfum o.fl. Í verslun TRS á Selfossi er til sölu margskonar búnaður tengdur upplýsingatækni og fjarskiptum, s.s. tölvur af öllum gerðum og stærðum, prentarar, prentaravörur, s.s. blekhylki og tónerar, farsímar og farsímatengdar vörur, s.s. hulstur, snúrur, tengistykki o.fl.
Verkefni í fjarskiptalögnum:
Viðhald, nýlagnir og tengingar ljósleiðara í fjölda verkefna fyrir Mílu hf. á Suðurlandi og víðar um land, blástur og tengingar ljósleiðara fyrir Gagnaveitu Reykjavíkur á Selfossi, blástur og tenging ljósleiðara fyrir Ásahrepp, Rangárþing ytra, Hrunamannahrepp, Orkufjarskipti o.fl. aðila.
Verkefni í raflögnum og öryggiskerfum:
Nýlagnir í fjölda sérbýlis- og fjölbýlishúsa á Suðurlandi, uppsetning og viðhald öryggiskerfa fyrir fyrirtæki og sveitarfélög, uppsetningar og tengingar á fjarskiptanetum á fjölda hótela og gistihúsa.

Afkoma
Tekjur fyrirtækisins hafa vaxið frá ári til árs og á árinu 2020 námu þær um 800 mkr. Hagnaður hefur verið af rekstrinum öll árin frá stofnun.

Vottun og viðurkenningar
Árið 2014 hlaut TRS vottun um að upplýsingaöryggisstjórnkerfi fyrirtækisins samræmist alþjóðlega ISO/IEC 27001 upplýsingaöryggisstaðalinum og hefur sú vottun verið staðfest árlega eftir það.
Síðastliðinn sjö ár hefur TRS hlotið útnefningu sem Framúrskarandi fyrirtæki hjá Credit Info. Einungis fyrirtæki sem skara framúr í sínum rekstri hljóta þennan heiður, eða um 2% íslenskra fyrirtækja.
Á árunum 2018 og 2019 var TRS valið sem „Fyrirmyndar fyrirtæki“ í könnunum á vegum VR sem Gallup framkvæmdi og á árinu 2019 var TRS útnefnt sem „Fyrirtæki ársins“ í sömu könnun.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd