Hagakirkja eftir endurbætur.
Heiðar Jóhannsson og eiginkona hans Kristjana Andrésdóttir.
Skarsúð á 100 ára gömlum hjalli á Hvammeyri Tálknafirði. Ein af mörgum gömlum byggingum sem starfsmenn Tv-verk hafa gert upp.
Viðbygging við íbúðarhúsið að Kvigindisfelli á Tálknafirði.
Heiðar Jóhannsson eigandi Tv-verk stendur við hurð sem hann smíðaði í gamla félagsheimilið Dunhaga á Tálknafirði.
Vatnsveituhús á Bíldudal. Húsin eru ekki öll stór sem þarf að byggja.
Árið 1982 stofnar Björgvin Sigurjónsson Trésmiðjuna Eik ehf. og rekur hana til ársins 2010 en þá verður fyrirtækið gjaldþrota. Björgvinn kaupir þrotabúið og stofnar Tv-verk. Hann rekur það til apríl 2019, hættir þá vegna aldurs og selur Heiðari Jóhannssyni, húsasmíðameistara fyrirtækið, en Heiðar hafði starfað hjá Björgvini alla tíð. Hjá fyrirtækinu starfa nú fjórir í fullu starfi og einn í hlutastarfi. Ásamt Heiðari starfa hjá fyrirtækinu Guðni Ólafsson húsasmíðameistari, Andri Bjarnason sveinn, Guðmundur Björn Þórsson, verkamaður og Kristjana Andrésdóttir, eiginkona Heiðars í hlutastarfi.
Starfsemin
Eins og gengur og gerist á landsbyggðinni þá byggist vinnan á því að þjónusta heimabyggð og næsta nágrenni í öllu sem að byggingum snýr, hvort sem um er að ræða nýbyggingar eða viðhald húsa og annara mannvirkja. Þar sem ekki er eins greiður aðgangur að öllum tegunda iðnaðarmanna úti á landi þurfa starfsmennirnir að vera klárir í hvað sem er og byggja þar með upp dýrmæta reynslu sem nýtist vel.
Verkefnin
Of langt yrði að telja upp allt það sem tekið hefur verið á, en hér á svæðinu höfum við verið í sérstöðu með t.d. gluggasmíði og ekki síst smíði glugga í gömul hús sem við höfum verið að gera upp. Má þar nefna t.d. endurbætur og uppbyggingu í Brautarholti í Selárdal ásamt mörgu öðru. Á verkstæðinu eru fræsarar og samsetningarvélar fyrir glugga sem gera gluggasmíði fljótvirkari og vandaðri en ella. Gott pláss er á verkstæðinu þannig að hægt er að smíða húseiningar inni. Á tíma Eikar ehf. Voru smíðaðar einingar, gluggar og hurðir í fjölda húsa, sem voru svo fluttar suður á land og reistar þar.
Aðsetur
Fyrirtækið er staðsett að Strandgötu 37 á Tálknafirði og er í um 450 fm húsi sem byggt var sem sláturhús í kring um 1954 og var slátrað þar fram til 1981 þegar því var breytt í trésmiðju. Litlu seinna var byggð líkamsræktarstöð og vélaverkstæði. En nú er Tv-verk með allt húsið undir sína starfsemi.
Framtíðin
Ekki hefur verið mikið um nýbyggingar íbúðarhúsa hér, síðast var byggt parhús 2016. En eins og á öllu suðursvæði Vestfjarða er mikill skortur á húsnæði vegna sívaxandi umsvifa laxeldisfyritækja á svæðinu, og horfa menn fram á bjartari tíð hvað varðar uppbyggingu á svæðinu.
TV Verk
Atvinnugreinar
Upplýsingar
Lesa bókina