Tveir smiðir ehf. var stofnað af Vali Gunnarssyni og Daníel Karlssyni 17. júní 1996 og er því 25 ára í ár. Í dag er fyrirtækið með 11 manns í vinnu bæði verktaka og launamenn og eru verkefnin af öllum stærðum. Fyrirtækið hefur smíðað glugga og hurðir frá stofnun þess.
Verkefnin
Stærstu verkefnin síðasta áratuginn hafa verið bygging reiðhallar í Víðidalnum, hótels á Laugarbakka og stækkun grunnskóla Húnaþings vestra svo eitthvað sé nefnt. Á síðustu árum hefur mikil uppbygging verið á íbúðarhúsnæði á Hvammstanga og hafa Tveir smiðir meðal annarra séð um byggingu þeirra og munu halda því áfram á næstunni. Tveir smiðir hafa einnig sinnt verkefnum í nágrannasveitarfélögum beggja megin við Húnaþing vestra sem og á höfuðborgarsvæðinu.
Eigendur og starfsmenn
Fyrirtækið hefur verið í eigu 7 manna frá upphafi en núverandi eigendur, Unnsteinn Óskar Andrésson og Guðjón Loftsson keyptu það árið 2019 af Indriða Karlssyni og Jóhannesi Kára Bragasyni. Á tímabili átti Halldór Sigurðsson í fyrirtækinu ásamt bræðrunum Indriða og Daníel Karlssona. Af 11 starfsmönnum fyrirtækisins sem starfa hjá því í dag eru 8 faglærðir og þar af 5 með meistararéttindi.
Tveir smiðir reka trésmíðaverkstæði að Hafnarbraut 7 á Hvammstanga og á núlíðandi ári tók fyrirtækið að sér í fyrsta skiptið að smíða glugga í íbúðarhús hér á svæðinu.
Verkefnastaða
Í dag er verkefnastaða fyrirtækisins mjög góð. Bygging íbúðarhúsa heldur áfram sem og bygging/endurgerð annarra mannvirkja. Að auki er alltaf nóg að ýmsum smáverkefnum sem fyrirtækið sinnir.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd