Fyrir flestum okkur á það fyrir að liggja að kveðja ástvin einhvern tímann á lífsleiðinni. Á þeirri stundu vakna oft spurningar hjá aðstandendum um hvernig útförinni skuli háttað. Kveðjustundin er gjarnan skipulögð með það í huga að hún endurspegli líf hins látna. Til þess að það takist vel til skiptir miklu máli að útfararstjórinn hlusti af athygli og næmni á óskir aðstandenda og aðstoði þau við að uppfylla þær eftir því sem mögulegt er. Við segjum gjarnan að þegar kemur að kveðjustundinni sé í raun ekkert rétt eða rangt. Hvort sem fjölskyldan kýs að hafa sálmasöng eða rokktónlist, hvíta kistu eða hárauða, jarðsetningu eða öskudreifingu, er aðalatriðið að kveðjustundin uppfylli óskir aðstandenda um hvernig þau vilja kveðja. Hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna starfa 8 starfsmenn með víðtæka menntun og reynslu. Við leggjum okkur fram um að vera aðstandendum innan handar við útförina og skipulagningu hennar. Við erum til húsa í Vesturhlíð 2, við hlið Fossvogskirkju. Áhersla er lögð á hlýlega og opna móttöku, á útfararstofunni eru þrjú viðtalsherbergi og sýningarherbergi með kistum, duftkerjum og leiðismerkingum. Við bjóðum aðstandendur velkomna á skrifstofuna til að skipuleggja útförina með faglegri aðstoð útfararstjóra, eða ef aðstæður eru þannig getur útfararstjóri einnig komið í heimahús. Prestar, forstöðumenn trúfélaga eða lífskoðunarfélaga er einnig velkomið að nýta herbergin til að ræða við fjölskyldur.
Tímarnir breytast og mennirnir með
Kirkjugarðarnir stofnuðu útfararþjónustu árið 1949 og árið 1994 var útfararþjónustan gerð að sjálfstæðu fyrirtæki. Frá upphafsárunum hafa orðið töluverðar breytingar á útförum. Bálfarir hafa aukist mikið á höfuðborgarsvæðinu og eru þær nú um 50% athafna. Færri kjósa að hafa eingöngu sungna sálma í útförunum, algengt er tónlistin sé blanda af bæði sálmum og dægurlögum. Þá hefur færst í aukana að einstaklingar fylli út bækling um sína hinstu ósk.
Mikil hjálp er fyrir aðstandendur í því að sá látni hafi gert grein fyrir óskum sínum fyrir andlátið. Oftast snúa óskirnar að afstöðu til bálfarar, ósk um ákveðinn legstað, klæðnað og tónlistarval.
Slíka bæklinga er hægt að nálgast hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna eða á heimasíðu okkar www.utfor.is. Útfararstofa Kirkjugarðanna gefur útfararþjónustu fyrir börn að 18 ára aldri. Einnig er það markmið okkar að allir fái virðulega útför óháð efnahag. Við lítum á þessa þætti sem samfélagslega ábyrgð okkar.
Ástvinur fellur frá
Þegar andlát verður flytja starfsmenn útfararstofunnar hinn látna í líkhúsið í Fossvogi. Því næst hitta aðstandendur útfararstjóra sem leiðbeinir þeim með skipulagningu útfararinnar. Útfararstofan sér um að bóka kirkju fyrir kistulagningu og útför, hafa samband við prest og tónlistarfólk, panta blómaskreytingar, bóka erfidrykkju, útbúa sálmaskrár og leiðismerkingu ásamt því að sjá um að klæða og snyrta hinn látna.
Mikil hjálp er fyrir aðstandendur í því að sá látni hafi gert grein fyrir óskum sínum fyrir andlátið. Oftast snúa óskirnar að afstöðu til bálfarar, ósk um ákveðinn legstað, klæðnað og tónlistarval.
Andlát utan heimalands
Einn þáttur í starfi Útfararstofu Kirkjugarðanna er að þjónusta fjölskyldur þegar andlát verður utan heimalands. Það á hvort tveggja við þegar Íslendingar falla frá erlendis og þegar erlendir ríkisborgarar deyja á Íslandi. Þegar Íslendingur deyr erlendis leiðbeinir útfararstjórinn aðstandendum með flutning á hinum látna til Íslands og getur einnig verið þeim innan handar við að komast í samband við útfararstofu erlendis. Þegar erlendur ríkisborgari fellur frá á Íslandi sér útfararstjórinn um að afla allra nauðsynlegra vottorða og skipuleggja flutning til heimalands viðkomandi. www.utfor.is
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd