Í júlí 2015 hóf Ísleifur Jónsson rekstur Útfararstofu Reykjavíkur ehf. ásamt eiginkonu sinni Steinunni Stefanie Magnúsdóttur. Ísleifur Jónsson hefur starfað sem útfararstjóri um áratuga skeið og er því með mikla reynslu sem nýtist í starfi hans. En áður starfaði hann í 2 áratugi sem framreiðslumaður, veitinga- og ráðstefnustjóri hjá Hótel Loftleiðum og eitt ár sem veitingastjóri á Hótel Íslandi. Frá 1993 var hann útfararstjóri hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma og Útfararstofu kirkjugarðanna. Steinunn hefur starfað við hin ýmsu þjónustustörf og meðal annars við hárgreiðslu og snyrtingu um árabil, bæði hérlendis og víða erlendis. Hún leggur sig fram við að ásýnd hins látna sé smekkleg, virðuleg en látlaus og í stíl við persónuleika hins látna. Reynsla þeirra við útfararþjónusta sýnir að þessi atriði skipta aðstandendur miklu máli er þeir líta ásýn ástvinar í hinsta sinn.
Þjónusta
Útfararstofa Reykjavíkur annast útfarir á höfuðborgarsvæðinu og veitir aðstandendum mikilvæga aðstoð við undirbúning og framkvæmd útfararinnar. Útfararstjóri er með aðstandendum allt ferlið – allt frá fyrsta viðtali að greftrun hins látna. Útfararstofa Reykjavíkur annast alla þætti sem aðstandendur óska eftir.
Útfararstjóri sýnir aðstandendum fullan trúnað og er bundinn þagnarskyldu um allt það sem fram fer í starfi hans. Lögð er áhersla á fagmennsku og persónulega þjónusta sem einkennist af nærgætni, hlýju og virðingu.
Mannauður
Hjá Útfararstofu Reykjavíkur er jafnkynjahlutfall stafsmanna við allar þeirra athafnir. En sömu tveir starfsmennirnir sinna allri þjónustu, allt frá því hinn látni er sóttur og þar til útför lýkur.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd