Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar

2022

Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar er stofnuð árið 1990 og er elsta starfandi útfararþjónustan á höfuðborgarsvæðinu. Rúnar hefur alla tíð veitt fyrirtækinu forstöðu sem framkvæmdastjóri þess og útfararstjóri. Útfararþjónustan er í eigu Rúnars og eiginkonu hans, Kristínar Sigurðardóttur, og starfa synir þeirra Elís og Sigurður þar ásamt föður sínum. Fyrirtækið hefur yfir þriggja áratuga reynslu við að annast alla þætti útfararþjónustu. Hægt er að hafa samband allan sólarhringinn alla daga ársins. Fyrirtækið leggur mikið uppúr því að vera með fallegar kistur á góðu verði sem standast ströngustu kröfur um umhverfisvernd. Algengastar eru hinar hefðbundnu hvítu kistur og höfum við í áratugi átt í samstafi við danskan kistuframleiðanda með yfir 100 ára reynslu. Í fyrsta sinn á Íslandi hefur Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar nú látið hanna og smíða íslenskar kistur úr íslenskum við í samstarfi við Þorstein B. Jónmundsson trésmið. Kisturnar eru úr viði sem er unninn og þurrkaður í Hallormsstaðaskógi.

Vinnulag og þjónustuferli
Við andlát ættingja verða þáttaskil sem marka spor í líf fólks. Eðlilega vakna margar spurningar um hvaða ferli taki nú við. Best er að hafa sem fyrst beint samband við Útfararþjónustuna og fá ráðleggingar um næstu skref. Í samráði við aðstandendur og starfsfólk á viðkomandi heilbrigðisstofnun sér Útfaraþjónustan um að flytja þann þann látna í líkhús. Fljótlega eftir andlát er gott að aðstandendur og útfararstjóri mæli sér mót og ræði næstu skref. Hægt er að hafa slíkan fund hvar sem aðstandendum hentar best og er algengast er að útfararstjóri komi heim til aðstandenda og fari yfir undirbúning og skipulag útfarar.
Aðstandendur velja þann sem þau óska að taki að sér útförina. Útfararþjónustan aðstoðar aðstandendur við að komast í samband við prest, athafnastjóra eða forstöðumann trúfélags sé þess óskað. Ákveða þarf hvar og hvenær athöfnin skuli fara fram. Algengt er að kistulagningar fari fram á sama stað og sama dag og útför og þá gjarnan um einni til tveimur klukkustundum fyrir útförina. Einnig er hægt að hafa kistulagningu nokkrum dögum fyrir útför sé þess óskað. Algengast er þá að kistulagning fari fram í Fossvogskappellu. Útfararþjónustan sér um að bóka kirkju fyrir kistulagningu og útför í samráði við aðstandendur.
Í samráði við óskir hins látna ákveða aðstandendur hvort fram fari bálför eða jarðarför. Útfararþjónustan sér um að afla tilskilinna leyfa fyrir bálför sem aðstandendur þurfa að undirrita. Bálför er að öllu leyti eins nema að ekki er farið með kistu í kirkjugarð. Útfararþjónustan sér svo um að flytja kistuna í Bálstofuna við Fossvogskirkjugarð eftir athöfn. Brennslan sjálf fer svo fram nokkrum dögum seinna. Eftir bálför er askan varðveitt í duftkeri hjá Bálstofunni þar til duftkerið verður jarðsett.
Útfararþjónustan sér um öll samskipti við kirkjugarða fyrir aðstandendur. Við aðstoðum við að fá úthlutað legstæði hvort sem er fyrir kistur eða duftker og öflum tilskilinna leyfa. Í samráði við aðstandendur tökum við frá grafarstæði við hlið hins látna sé þess óskað.

Smá sögulegur bakrgrunnur atvinnugreinar
Fyrirkomulag útfararþjónustu á Íslandi er þannig að á fyrrihluta síðustu aldar var útfararþjónusta og líkkistusmíði samtvinnuð og nokkuð blómleg atvinnugrein. Árið 1899 var fyrsta líkkistusmíðastofan og útfararþjónustan stofnuð. Sá sem það gerði hafði farið til Danmerkur og lært kistusmíði þar og kom heim til Íslands með þá þekkingu. Fram undir 1940 voru 3-4 fyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu í samkeppni hver með sínar kistur og þjónustu. Þá var ferlið þannig að andlát átti sér oftast stað í heimahúsi. Á heimilinu var búið um hinn látna í líkkistu og haldin húskveðja. Síðan var líkið látið standa uppi heima í nokkra daga áður en farið með hann í kirkju þar sem athöfn fór fram. Á fimmta áratug sl. aldar vildi þáverandi borgarstjóri í Reykjavík og ráðamenn að þessum húskveðjum yrði hætt og byggð væri aðstaða, fyrir peninga skattborgara í Reykjavík, í nýjum kirkjugarði með líkhúsi, kapellu og brennsluofni, þeim eina sem til er á Íslandi. Var það gert og allir látnir einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu frá því fluttir þangað og kistulagðir þar og svo jarðaðir frá þeirri kirkju eða frá sóknarkirkjum í borginni og nágrenni. Árið 1983 var Rúnar Geirmundsson ungur maður í atvinnuleit. Honum bauðst starf hjá útfararþjónustu Kirkjugarða Reykjavíkur og starfaði þar til ársins 1990 er hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki með fjölskyndu sinni. Í dag er Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar því 31 árs og rekur Rúnar hana enn og starfar þar með sonum sínum og eiginkonu. Rúnar er ákaflega stoltur af því að hafa geta rekið fjölskyldufyrirtæki í rúmlega þrjá áratugi með góðum árangri og alltaf veitt persónulega og góða útfararþjónustu.

Formaður Félags íslenskra útfararstjóra
Ásamt daglegum störfum við hefðbundna útfararþjónustu er Rúnar Geirmundsson formaður Félags íslenskra útfararstjóra. Félagið hefur verið starfrækt í yfir tvo áratugi og hefur Rúnar verið formaður þess allt frá upphafi. Aðal tilgangur félagsins er skapa vettvang til að halda utan um siðreglur útfararstjóra. Starf formanns felst aðallega í því að halda utan um fundastarf og framfylgja reglum og samþykktum aðalfunda. En einnig sækir hann fundi erlendis enda á félagið í talsverðum erlendum samkiptum. Siðareglur evrópskra útfarastjóra eru til að mynda grunnur íslensku siðareglnanna. Ekki er lagaskylda fyrir útfararstjóra að vera í félaginu en nánast allir starfandi útfarstjórar eru þó félagsmenn og hafa undirritað siðareglur félagsins.

Starfsmenn
Rúnar Geirmundsson hefur starfað við útfararþjónustu frá árinu1983. Rúnar hefur alla tíð veitt fyrirtækinu forstöðu sem framkvæmdastjóri þess og útfararstjóri. Ásamt daglegum störfum við hefðbundna útfararþjónustu er Rúnar Geirmundsson formaður Félags íslenskra útfararstjóra.
Elís Rúnarsson hefur yfir tuttugu ára starfsreynslu hjá fyrirtækinu. Hann hóf ungur störf við fyrirtækið, þá við að þrífa bíla og annast einföld viðvik. Hann hóf síðan að taka meiri þátt í daglegum störfum með föður sínum og Sigurði eldri bróðurnum. Undanfarin áratug hefur Elís svo starfað daglega við hlið föður síns við útfararþjónustu og allan almennan rekstur fjölskyldufyrirtækisins. Sigurður Rúnarsson hefur starfað hjá útfararþjónustunni allt frá stofun fyrirtækisins árið 1990. Bæði í fullu starfi sem og meðfram námi og öðrum störfum. Sigurður er menntaður kerfisfræðingur og hefur hann m.a. haldið utan um tölvu- og tæknimál Útfararþjónustunnar ásamt því að starfa við hefðbundna útfaraþjónustu.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd