Valhöll fasteignasala var stofnuð í lok árs 1994 og hóf starfsemi í febrúar 1995. Aðsetur fyrirtækisins var fyrst í Mörkinni 3 í Reykjavík, en Valhöll flutti síðan 1998 í Síðumúla 27 í Reykjavík í sérhannaða skrifstofuhæð í kringum starfsemi fyrirtækisins og hefur verið þar síðan.
Stofnendur
Stofnendur Valhallar voru þeir Ingólfur Geir Gissurarson löggiltur fasteignasali og Bárður Tryggvason. Þeir höfðu starfað saman í nokkur ár hjá Gimli fasteignasölu og Ingólfur þar áður hjá Huginn fasteignasölu (frá 1989). Árið 2016 varð Ingólfur einn eigandi Valhallar og hefur rekið hana síðan. Ingólfur hefur alla tíð lagt mikla áherslu á skipulögð vinnubrögð og topp árangur í leik og starfi. Hann tileinkaði sér það ungur að árum og skilaði það honum í fremstu röð í íþróttum sem og í starfi. Hann var margfaldur Íslandsmeistari og methafi í sundi, Landsliðsmaður og sundmaður ársins 1981, 5 faldur Íslandsmeistari í Maraþonhlaupi auk þess sem hann hefur klifið hæstu fjöll 4 heimsálfa af 7, þar á meðal Mt. Everest 2013.
Nýjungar
Í upphafi var megináhersla hjá Valhöll lögð á sölu íbúðarhúsnæðis og nýbygginga. Húmor og léttleiki var hafður að leiðarljósi í birtingu auglýsinga ásamt ýmsum nýjungum í framsetningu þeirra, s.s. málsháttur dagsins og aukin myndbirting af eignum. Þegar á leið varð hlutfall atvinnuhúsnæðis og sumarhúsa meira í heildarsölu Valhallar. Upp úr aldamótum var m.a. ráðin sér sölumaður fyrir atvinnuhúsnæði og Valhöll var á meðal stæðstu söluaðila á nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Internetið hóf innreið sína í markaðssetningu á fasteignum og Valhöll hélt úti sér vef, nybyggingar.is, á tímabili og alveg fram að efnahagshruninu 2008. Sá vefur var í gangi ásamt aðalvef fasteignasölunar valholl.is og þar gat fólk séð á skýran hátt allar teikningar og upplýsingar um nýbyggingar í sölu og sem voru væntanlegar í sölu.
Starfsfólk og útibú
Í upphafi voru starfsmenn Valhallar 3 en í dag starfa 12 manns hjá fyrirtækinu þar af eru
9 löggiltir fasteignasalar. Valhöll opnaði útibú á Snæfellsnesi 1999 með aðsetur í Ólafsvík og hefur starfrækt það allar götur síðan með góðum árangri. Árið 2017 bættist síðan við útibú í Höfn Hornafirði. Sölumenn Valhallar eru því í góðum tengslum við landsbyggðina enda stór hluti þeirra upprunin þaðan og hefur það ávalt verið styrkur fyrirtækisins. Frekari upplýsingar um fyrirtækið og starfsmenn má ávalt nálgast á vefsíðunni valholl.is
Breytingar á starfsemi fasteignasala
Fasteignasala á Íslandi hefur tekið gífurlegum breytingum á líftíma Valhallar. Í upphafi (1995) voru eignir auglýstar í blaðaauglýsingum, gjarnan mældar í 1-2 dálkcentimetrum hver eign, og borðsíminn var aðal og helsta upplýsingaleiðin til viðskiptavina. Sérstakir símatímar voru um helgar og skrifstofan opin kl. 9-18 virka daga. Í dag er aðal kynningarleiðin á eignum á internetinu og blaða auglýsingar eru frekar fátíðar. Blaðaauglýsingar í dag eru helst til að kynna fyrirtækið og starfsmenn þess en ef eign er auglýst er það gert með mun stærri og áberandi auglýsingu heldur en gert var 1995, enda eru myndir og upplýsingar af fasteignum í dag aðgengilegar út um allan heim á internetinu. Í dag tekur atvinnuljósmyndari myndir af flestum eignum að innan sem utan (yfirleitt með dróna). Auk þess sem fasteingasalan hefur sjálf góðan myndavélabúnað og dróna til myndatöku á t.d. sumarhúsum, atvinnuhúsnæði og eignum sem eru utan svæða sem atvinnuljósmyndari sinnir að mestu.
Framúrskarandi fyrirtæki
Valhöll fasteignasala er framúrskarandi fyrirtæki samkvæmt greiningu Creditinfo og hefur verið í flokki þeirra fyrirtækja sl. 7 ár, frá 2014. Um 2% fyrirtækja á Íslandi hafa verið árlega, hingað til, í þessum flokki sem sýnir einfaldlega að um frammúrskarandi rekstur er að ræða. Þá hefur Valhöll, frá 2017, einnig verið fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri samkvæmt greiningu Viðskiptablaðsins og Keldunnar.
Þjónusta í þróun
Þjónusta fasteignasala við viðskiptavini er alltaf í stöðugri þróun. Persónuleg þjónusta við hvern og einn viðskiptavin hefur verið að aukast ár frá ári og verður sú þjóun örugglega áfram um ókomin ár auk þess sem internetið er alltaf að verða stærri og stærri þáttur í starfseminni. Rafrænar undirskriftir og rafrænar þinglýsingar eru að verða staðreynd sem mun einfalda mikið allt þjónustuferli fasteignasölunar.
Valhöll fasteignasala, starfsmenn og eigendur, hafa ávalt verið og munu um ókomna tíð vera í fremstu röð hvað varðar nútímaleg, fagleg og heiðarleg vinnubrögð. Verður það aðalsmerki fyrirtækisins hér eftir sem hingað til.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd