Valur Helgason ehf

2022

Valur Helgason ehf. sérhæfir sig í viðhaldi frárennslislagna. Helstu verkefni fyrirtækisins
eru stíflulosun, myndun skólp- og drenlagna, hreinsun skólp- og drenlagna ásamt losun á rotþróm og fitu-, sand- og olíugildrum. Fyrirtækið hefur mikla reynslu og sérþekkingu á flestum þeim þáttum er viðkoma frárennslislögnum fyrirtækja, stofnana og heimila. Mikil áhersla er lögð á umhverfisvernd og kappkostað við að aðstoða fyrirtæki að fara eftir ströngustu umhverfisstöðlum.

Sagan
Valur Helgason stofnaði fyrirtækið árið 1968. Í upphafi var tækjakostur af skornum skammti. Til dæmis voru öll verkfæri og tæki á pallinum á vörubíl fyrirtækisins sem þýddi að á veturna þurfti að byrja á að moka snjóinn af tækjum og tólum. Seinna meir keypti fyrirtækið tvo sendibíla sem var algjör bylting. Þegar fram liðu stundir bættist dælubíll í flota fyrirtækisins. Að jafnaði voru þrír starfsmenn hjá fyrirtækinu.
Annar af núverandi eigendum fyrirtækisins, Ragnar Kummer, byrjaði að vinna hjá fyrirtækinu árið 1997 og keypti fyrirtækið 2002. Í dag vinna sjö manns hjá fyrirtækinu og bílaflotinn telur tvo dælubíla og þrjá sendibíla ásamt allskyns tækjum og tólum. Tækniþróun á myndavélum og tækjum tengdum viðhaldi lagna hefur fylgt annari tækniþróun og fleygt fram. Valur Helgason leggur metnað í að vera með nýjustu tækni til þess að geta þjónustað viðskiptavini sína fljótt og vel.

Mannauður
Mikilvægasta eign fyrirtækisins er mannauðurinn. Hjá Vali Helgsyni er samanlögð starfsreynsla í stíflulosun hjá fimm starfsmönnum 50 ár. Tveir starfsmenn vinna á skrifstofu fyrirtækisins. Starfsmenn eru eftirfandi: Ragnar Kummer, eigandi og framkvæmdastjóri, Þóra Björk Sigurþórdóttir, eigandi og fjármálastjóri, Rósar Örn Guðnason, pípulagningamaður, Andri Már Reynisson, tækjamaður, Símon Pétur Kummer, tækjamaður, Sigurþór Ragnarsson, bifvélavirki og Sonja Björk Ragnarsdóttir, markaðsstjóri.

Aðsetur
Valur Helgason ehf. er til húsa að Bæjarflöt 15, Gylfaflötsmegin. Öll starfsemi fyrirtækisins er starfrækt þaðan.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd