Þann1. janúar1977 stofnaði Guðjón Árnason, pípulagningameistari, fyrirtækið
Vatnsverk Guðjón og Árni ehf. í Borgarnesi. Meðeigendur hans eru Ingibjörg Hargrave og Árni Guðjónsson. Vatnsverk er fjölskyldufyrirtæki.
Mannauður
Hjá Vatnsverki eru fjórir starfsmenn en reiknað með að þeim fjölgi í 6 næstu misserin en veltan hefur aukist jafnt og þétt með árunum og verkefnum.
Starfsemin og aðsetur
Stærstu verkefnin hafa kallað á tímabundinn „samruna” fleiri verktaka á svæðinu til að missa þau verkefni ekki úr héraðinu. Má þar nefna Lagnafélag Borgarfjarðar, sem var félag þriggja pípulagnafyrirtækja, sem sneru bökum saman til að geta sinnt framkvæmdum á sínu sviði við hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð við Borgarbraut í Borgarnesi. Slíkt verkefni var ekki á færi eins fyrirtækis. Þannig má segja að samkeppnisaðilar hafi sameinast í ljósi þess sem var augljóslega skynsamlegt, að halda verkefninu hjá heimamönnum.
Starfsemin hefur alla tíð falist í almennri pípulagningaþjónustu en fyrirtækið býður upp á allar vörur og efni til pípulagna og hreinlætistækja. Vatnsverk sinnir bæði stærri verkefnum sem og þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki. Covid-19 faraldurinn hefur haft þau áhrif að fresta hefur þurft smærri verkefnum og viðgerðum í heimahúsum nema í neyðartilvikum svo sem vegna leka eða kaldra húsa.
Fyrstu 2 árin var fyrirtækið í leiguhúsnæði en árið 1979 var flutt í eigið húsnæði að Brákarbraut 3.
Framtíðin og samfélagsmál
Staða Vatnsverks er sterk og horft er með bjartsýni til framtíðar. Vatnsverk hefur um árabil styrkt körfuknattleiksdeild Skallagríms, starfsemi Lions í Borgarnesi og björgunarsveitina Brák.
Vefsíða: www.vatnsverk.is
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd