Vélar og verkfæri ehf.

2022

Vélar & verkfæri – 4 ættliðir
Árið 1942 voru Vélar og verkfæri hf. stofnuð af Guðmundi Jónssyni af Akranesi í félagi við son og tengdasyni en Guðmundur hafði stofnað verslunina Brynju á Laugavegi árið 1919. Upphaflegt markmið hins nýja fyrirtækis var verksmiðjurekstur. Ekkert varð úr þeim áformum en aftur á móti óx umboðs- og heildverslunin í kjölfar komu Breta í maí 1940 og Bandaríkjamanna í júlí 1941 í síðari heimsstyrjöldinni sem brotist hafði út í september 1939.

Ótroðnar slóðir með sjö fingur
Verslunarrekstur, umboðs- og heildverslun var ekki sá starfsvettfangur sem stofnandinn, Guðmundur Jónsson, hafði valið sér sem ungur maður. Hann hafði hafið trésmíðanám í Völundi og farið til náms árið 1914 í húsgagnasmíði í Noregi þar sem hann missti þrjá fingur í vinnuslysi. Hann hafði ekki látið slysið stöðva sig ákveðinn í að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Í nóvember 1919 stofnaði hann Brynju með verkfæri og byggingavöru á þremur fermetrum í bakhúsi við Laugaveg 24. Þar var þröng á þingi í ört vaxandi bæ. Guðmundur flutti fyrst að götunni þar sem Fálkinn reisti síðar stórhýsi en árið 1929 keypti hinn ungu kaupmaður Laugaveg 29 þar sem Brynja hefur verið allar götur síðan.

Viðskiptaferðin mikla í Kreppunni miklu
Guðmundur Jónsson hafði náð góðum tökum á norsku og var líka ágætur í þýsku hinu alþjóðlega viðskiptamáli síns tíma þrátt fyrir litla formlega menntun. Hann fór götur sem fáir í viðskiptum á eyjunni við ysta haf höfðu farið við fyrirtæki utan Danmerkur. Í Kreppunni miklu fór frumkvöðullinn í sex mánaða viðskiptareisu til Skandinavíu, Þýskalands og Bretlands árið 1933 og tók að bjóða vöru meðal annars frá hinu þekkta sænska framleiðanda ASSA sem landsmenn þekkja. Guðmundur fékk fjölmörg önnur þekkt merki í reisunni og seldi Brynju árið 1937. Augu hans beindust annað. Árið 1942 stofnaði Guðmundur Vélar & verkfæri með syni og tengdasonum.

II ættliður – Guðmundur rak Vélar & verkfæri allt til dauðadags árið 1955, en þá tók við kyndlinum sonur hans Guðmundur S. Guðmundsson (1918-1974) kunnur skákmaður. Guðmundur var fyrstur Íslendinga til þess að taka þátt í alþjóðlegu skákmóti erlendis þegar hann tefldi á Hastings á Englandi 1946-7 og hafnaði í þriðja sæti á eftir kunnum skákmeisturum. Hann tefldi í Amsterdam 1950 og varð Skákmeistari Íslands 1954 og tefldi í skáklandsliðum en mjög dró úr skákiðkun eftir að hann tók við framkvæmdastjórn.
III ættliður – Sveinn H. Björnsson tók við keflinu árið 1963, 21 árs að aldri. Hann var framkvæmdastjóri samhliða námi, útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík 1962 og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1969. Sveinn var framkvæmdastjóri í 50 ár og er nú stjórnarformaður.
IV ættliður – Björn V. Sveinsson – fjórði ættliður – tók við keflinu árið 2013 og hefur líkt og Sveinn faðir sinn helgað líf sitt fyrirtækinu. Tólf ára var Björn mættur á vaktina á sumrin og fullt starf frá 1989.
Öflug þjónusta
Mjór er mikils vísir frá viðskiptaferðinni miklu í Kreppunni miklu forðum tíð. Vélar & verkfæri ehf. eru einn alöflugasti innflytjandi landsins í verkfærum, hurða- og gluggabúnaði, öryggisvöru sem og margvíslegri heimilis-, fyrirtækja- og hótelvöru; bjóða svo mikið sem – svo fáein dæmi séu tekin – stormjárn, skóburstamaskínur, lasertæki og allt upp í öflug aðgangskerfi fyrir stærstu byggingar landsins.

Fjarstýringar, höfuðlykar og Assa Cliq
Vélar & verkfæri bjóða fjarstýringar til að opna hurðir og hlið, kveikja ljós eða slökkva á öryggiskerfum; háþróuð höfuðlyklakerfi og aðgangskerfi. Assa Cliq Remote lyklakerfi með margvíslegar uppfærslur, breytingar og stækkanir. Jafnvel eftir mörg ár í notkun og stöðugt flæði nýrra leigjenda, starfsmanna eða breytinga á vinnustað er öryggi stöðugt til staðar og óbreytt. Kerfið nýtir eiginleika aðgangskerfis og mekanísks höfuðlyklakerfis svo hentar vel fyrirtækjum sem eru á mörgum stöðum. Cliq Remote veitir aðgang – hvar sem er í heiminum – að byggingu; hurðar eru valdar og lengd aðgangs. Rafeindastýrð og tölvutengd aðgangskerfi með miðstýringu.

Handlesarar, augnlesarar, línulaserar
Nettengdir og þráðlausir lesarar, handlesarar og augnlesarar eru í boði. Hágæða mynddyrasímar sem sýna og segja vafningalaust frá þeim er dyra knýr. Eftirlitsmyndavélakerfi fyrir allar aðstæður, auðveld í uppsetningu og rekstri.
Laserverkfæri og margvísleg mælitæki; snúningslaserar, línulaserar, punktalaserar, hallamál, málbönd, sentrimetrastokkar og stafræn hallamál; rakamælar, hitamælar, multimeter mælar og myndavélar í gegnum snúru; snúningslaserar, línulaserar og punktalaserar mæla allt að 200m vegalengd af mikilli nákvæmni og með margvíslegri gagnvirkni.
Bílskúrshurðaopnarar fyrir allar gerðir hurða, fjarstýrðir, kröftugir og hljóðlátir. Öxulmótórar fyrir bílskúrshurðir og iðnaðarhurðir með utanáliggjandi og innfelldum stjórnkerfum. Búnaður fyrir neyðarútganga og flóttahurðar; hurðarhúnar, hurðaslár með myndavélakerfi fyrir allar aðstæður. MyQ búnaður sem nettengir opnara svo sjá má opinn eða lokaðan bílskúr hvar og hvenær sem er í tölvu eða appi fyrir snjallsíma. Öxulmótorar fyrir bílskúrs- og iðnaðarhurðir með utanáliggjandi og innfelldum stjórnkerfum.

Optískir og jónískir reykskynjarar
Reykskynjarar; optískir eða jónískir eða hvoru tveggja tæknin. Jónískir reykskynjarar nema reykagnir og eru næmir fyrir reyk sem myndast við opinn eld en henta síður í raka, hita og brælu. Jónískir skynjarar skynja vel kaldan og sýnilegan reyk sem myndast  við bruna rafmagnstækja og raflagna en optískir í eldhúsum og þvottahúsum.
Handverkfæri fyrir fagmenn jafnt sem leikmenn eru í boði fyrir iðnfyrirtæki, flugrekstraraðila og bílaverkstæði. Verkfæraskápar. Rammgerðir og sterkir verðmætaskápar sem forðum voru kallaðir peningaskápar fyrir heimili og fyrirtæki. Hengilásar og gámalásar af öllum stærðum og gerðum. Lyklaskápur með snertiskjá eða á krókum. Lyklabox með talnalás hentug í sumarbústaði með kóða, póstkassar. Hjálpartæki til stuðnings fólki með skerta hreyfigetu; griphöldur, handföng, sæti og slár til að styðjast við, glæsileg hönnun sem gleður augað og nærir sál. Sturtusæti, hurðarhúnar og höldur á allar hurðar; handsteyptir hurðahúnar í mörgum stíltegundum frá Skandinavíu og Þýskalandi. Þýskir lampar, franskir lampar, breskir lampar sem lýsa upp tilveruna. Hönnun sem hefur markað spor í evrópska hönnunarsögu og staðist tímans tönn. Fjölverkfæri sem skera, saga, skrúfa og gera við, án þess að grípa þurfi til verkfærakassa. Hnífar fyrir útivist, iðnað eða veiði. Höfuðljós við vinnu eða íþróttaiðkun, eða sem öryggistæki við veiðar og útivist, vasaljós fyrir fagmenn og leikmenn. Rafhlöður. Skóburstamaskínur. Handþurrkublásarar, hvers kyns snagar, ruslafötur af öllum stærðum og gerðum. Hjartastuðtæki sem getur skilið milli lífs og dauða.

Vélar & verkfæri eru til húsa í Skútuvogu 1c. Um tuttugu manns starfa hjá fyrirtækinu.
www.vv.is

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd