Vélsmiðja Suðurlands ehf

2022

19. september 2003 keypti Skipalyftan ehf. í Vestmannaeyjum allan rekstur Vélsmiðju KÁ ehf. og hóf starfsemi undir nafninu Vélsmiðja Suðurlands ehf.  Fest voru kaup á 600 fm húsnæði við Gagnheiði 5 á Selfossi. Vélsmiðja KÁ var stofnuð sem hlutafélag á árinu 1996 á grunni Bifreiðasmiðju KÁ sem hóf starfsemi sína árið 1939. Má því segja að Vélsmiðja Suðurlands ehf. er rekið á traustum grunni sem nær aftur til 1939.
Þann fyrsta júlí 2014 keyptu þrír starfsmenn reksturinn og húsnæðið af Skipalyftunni, stuttu síðar seldi einn eigandinn sinn hlut til hinna tvegga og er eignarhaldið þannig enn í dag. Vélsmiðjan hefur nú stækkað enn meira við sig, nýbúin að festa kaup á 500 fermetrum í viðbót þannig að húsakynni í dag eru um 1.100 fm. Það eru 2 stórir vélasalir, einn salur fyrir renniverkstæði og annar fyrir ryðfría smíði ásamt álsmíði.

Starfsemin
Vélsmiðja Suðurlands ehf. fæst við alls konar málm- og vélsmíði, ásamt því að þjónusta viðskiptavini vítt og breitt um Suðurlandið. Verkefni Vélsmiðjunnar spanna allt frá því að smíða stór mannvirki úr stáli yfir í að lagfæra ýmsan búnað tengdum landbúnaði og matmælaframleiðslu. Einnig hafa stigar og handrið verið stór hluti af framleiðslunni. Við fáumst bæði við nýsmíði og viðgerðir, einnig eru það árviss verkefni svo sem að lagfærara skóflur og hefla fyrir snjómokstur og að lagfæra landbúnaðartæki fyrir sláttur.

Aðsetur og starfsfólk
Fyrirtækið er til húsa á Gagnheiði 5, Selfossi og eru starfsmenn um 22, þar af eru 4 námsmenn og 18 í fullu starfi. Öflugum starfsamannahópi er það að þakka hvað reksturinn hefur gengið vel enda reiða viðskiptavinir sig oftar en ekki á að verkefnum sé sinnt með hraði og af fagmennsku og þegar mikið liggur við leggjast allir á eitt.

Framtíðarsýn
Framtíðarsýn Vélsmiðjunnar er áframhaldandi stækkandi fyrirtæki með hag viðskiptavina í huga. Einnig skiptir miklu máli gott samband og samstarf við birgja og það höfum við passað og haldið vel utanum.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2025 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd