Vélsmiðjan Ásverk ehf. er staðsett í Grímseyjargötu á hafnarsvæði Akureyrar, fyrirtækið flutti þangað árið 2005 en var stofnað 19. september árið 1994. Upphaflegir stofnendur að fyrirtækinu voru þrír en tveir þeirra hafa farið út úr fyrirtækinu og í dag er það rekið af Þórði Stefánssyni.
Starfsfólk og verkefni
Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði þrír til fimm manns. Fyrirtækið hefur alla tíð fengist við verkefni tengd fræsingu og rennsli á málmum. Viðskiptavinir okkar eru mjög fjölbreytur hópur stærri og smærri aðila í flestum atvinnugreinum. En í gegnum tíðanna hefur starfsemin snúist að miklu leyti um að þjónusta landbúnað, sjávarútveg og stærri iðnað. Atvinnusvæðið okkar ræður þar miklu um samsetningu þeirra verkefna sem við fáumst við á hverjum tíma og hafa stærri framkvæmdir á Norðurlandi skýr áhrif á verkefnastöðu hverar stundar. Helstu viðskiptavinir okkar hafa verið mjög mótandi þáttur í kaupum á tækjabúnaði og hefur hann þróast með tímanum til að leysa hin ýmsu verk. Hefbundin verkefni falla innan tveggja flokka viðgerðir eða nýsmíði.
En í viðgerðarverkefnum er oftast verið að laga einn hlut og koma í sama horf og þegar hann var nothæfur, á það til dæmis við þegar verið er að plana hedd og greinar fyrir bifreiðaverkstæðin. Í þessum flokki er oftast um að ræða verkefni sem eru mjög tímanæm, eins og tjakkviðgerðir fyrir verktaka og bændur, öll almenn rennslisverkefni og verkefni tengd almennri suðuvinnu svo eitthvað sé nefnt.
Nýsmíðin felur vanalega í sér meiri hönnun ásamt því að þar er oftast tölvuteikning gerð af hlutinum og síðan forritað fyrir þá vél sem á við í hvert skipti. Fjöldin er oftast meiri í hverri lotu og algengt að við framleiðum endurtekið sömu teikningarnar að beiðni viðskiptavinarins.
Vélakostur
Tölvustýrðu vélarnar okkar eru vatnsskurðarvél, tvær fræsivélar og þrír rennibekkir. Rennibekkirnar eru allir með möguleika á fræsingu ásamt því að tveir þeirra hafa hreyfigetu á Y-ás sem eykur notkunargildið þeirra ennþá meira. Tölvustýrðu fræsivélarnar eru ein hefbundin 3-ása vél og ein með 5-ása hreyfigetu.
Með þeim tækjakosti sem við búum yfir erum við færir um að leysa flest þau verkefni sem okkur berast. Við höfum ítarlega þekkingu á þeim tækjum, aðferðum og hráefnum sem við notumst við og með því er ráðgjöf til annara alltaf hluti af vinnunni.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd