Verk Vest hefur á undanförnum árum lagt áherslu á kjaraviðræður og réttindi félagsmanna. Árið 2021 var meginumræðuefni áhrif COVID-19 og launakjör, þar sem könnun sýndi að margir félagsmenn voru nálægt fátæktarmörkum. Árið 2022 voru undirritaðir nýir kjarasamningar fyrir sjómenn, verslunar- og iðnaðarfólk, auk stuðnings við samfélagsverkefni. Árið 2023 var boðið upp á orlofshús og aukna þjónustu fyrir félagsmenn. Árið 2024 var samþykktur nýr langtímasamningur sem gildir til 2028, og félagið mótmælti félagslegum undirboðum á vinnumarkaði. Árið 2025 var lögð áhersla á fræðslu, vinnustaðaeftirlit og aukin félagsleg starfsemi, meðal annars með námskeiðum og viðburðum.
Félagsstjórn
Formaður: Finnbogi Sveinbjörnsson Hnífsdal
Varaformaður: Bergvin Eyþórsson Selfossi
Ritari: Guðrún S. Matthíasdóttir Ísafirði
Gjaldkeri: Kolbrún Sverrisdóttir Ísafirði
Verslunardeild
Margrét J. Birkisdóttir – formaður
Sjómannadeild
Sævar Gestsson – formaður
Iðnaðardeild
Ingvar Þór Þorbergsson – formaður
Matvæla- og þjónustudeild
Hjalti Freyr Öfjörð Jóhannesson – formaður
Opinber deild starfsmanna sveitafélaga og ríkisstofnana
Hlynur S. Kristjánsson – formaður
Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verk Vest, tók til starfa 1. janúar 2002. Á formlegum stofnfundi í 21. september sama ár sameinuðust níu félög verkafólks og sjómanna í Súðavík, á Hólmavík, Flateyri, Þingeyri, Patreksfirði og Bíldudal og félög verkafólks, bygginga-manna og verslunar- og skrifstofufólks á Ísafirði. Á næstu þrem árum bættust í hópinn félögin á Tálknafirði, Drangsnesi, Reykhólum og Suðureyri og Sjómannafélag Ísfirðinga. Verkalýðsfélag Vestfirðinga byggir á traustum grunni.
Félagið er arftaki Alþýðusambands Vestfjarða sem stofnað var árið 1927 og starfaði í átta áratugi, en var formlega sameinað Verk Vest árið 2016. Með sameiningu stéttarfélaganna í Verk Vest varð til öflugur málsvari vinnandi fólks á Vestfjörðum.
Verkalýðsfélag Vestfirðinga – Verk Vest er stéttarfélag verkafólks, sjómanna, iðnaðarmanna, opinberra starfsmanna og verslunar- og skrifstofufólks á Vestfjörðum. Félagssvæðið nær um alla Vestfirði (nema í Bolungarvík, þar sem verslunar-, skrifstofufólk og iðnaðarmenn eiga aðild að Verk Vest). Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að Alþýðusambandi Íslands og landssamböndum þess.
Þjónusta við félagsmenn
Hlutverk Verkalýðsfélags Vestfirðinga er að vinna að bættum kjörum félagsmanna sinna með gerð kjarasamninga í samvinnu við önnur stéttarfélög á landinu og að tryggja réttindi félagsmanna samkvæmt ákvæðum laga og kjarasamninga. Auk þess vinnur félagið að bættum lífskjörum félagsmanna á öllum sviðum.
Félagið starfrækir sjúkrasjóð, orlofssjóð og fræðslusjóð sem þjóna félagsmönnum með styrkjum vegna veikinda eða annarra áfalla, fræðslustyrkjum og með útleigu íbúða og sumarhúsa víða um land. Mikilvægur hluti starfseminnar felst í því að tryggja kjör og réttindi félagsmanna með virku eftirliti og aðhaldi, öflugri fræðslustarfsemi og víðtæku trúnaðarmannakerfi.
Starfsmenn félagsins standa dyggan vörð um réttindi félagsmanna, sem sannaðist eftirminnilega á árinu 2020 þegar alvarleg brot áttu sér stað á réttindum sjómanna vegna kórónaveirusýkingar um borð í togara.
Skrifstofa
Skrifstofur félagsins eru á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Skrifstofa Verk Vest þjónar einnig félagsmönnum Félags járniðnaðarmanna á Ísafirði. Ráðgjafar VIRK starfsendurhæfingarsjóðs eru með aðstöðu á skrifstofu félagsins á Ísafirði.
Starfsmenn félagsins
Finnbogi Sveinbjörnsson, Agnieszka M. Tyka, Ásdís Birna Pálsdóttir, Bergvin Eyþórsson, Hulda V. Steinarsdóttir, Kolbrún Sverrisdóttir og Stefanía Heiðrún Árnadóttir. Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir og Henný Þrastardóttir eru ráðgjafar Virk starfsendurhæfingar.
Vefsíða: verkvest.is
Stjórn Verk Vest 2021-2023:
Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður
Bergvin Eyþórsson, varaformaður
Kolbrún Sverrisdóttir, gjaldkeri
Eygló Harðardóttir, ritari
Varastjórn skipa:
Guðbjörg Svandís Þrastardóttir
Guðfinna B. Guðmundsdóttir
Ómar Sigurðsson
Ólafur Baldursson
Formenn deilda eru jafnframt stjórnarmenn:
Verslunar- og skrifstofudeild: Margrét Jóhanna Birkisdóttir.
Sjómannadeild: Sævar Kr. Gestsson.
Iðnaðardeild: Viðar Kristinsson.
Matvæla- og þjónustudeild: Gunnhildur B. Elíasdóttir.
Opinber deild, starfsmanna sveitafélaga og ríkisstofnana: Ingvar G. Samúelsson.
Trúnaðarráð félagsins skipa ofangreindir auk 30 félagsmanna frá öllum starfssviðum félagsins, búsettir um allt félagssvæðið.

Árið 1925 voru laun verkamanna lækkuð um 20 aura, úr 1,30 kr tímann í 1,10 kr af atvinnurekendum með Jóhann Þorsteinsson kaupmanni, Hinar Sameinuðu íslensku verslanir og Sigfús Daníelsson verslunarstjóra þeirra og Jóhann J. Eyfirðing kaupmann. Engir samningar voru á milli atvinnurekenda og verkalýðsfélagsins á þessum tíma en atvinnurekendur um allt land kröfðust launalækkunar vegna gengishækkunar krónunnar. Í febrúar 1926 var tilkynnt um frekari launalækkun hjá verkafólki þar sem kaup yrðu frá 60 aurum til 1 krónu á tímann. Við þessa tilkynningu fékk verkafólkið nóg og upphófst verkfall 7. febrúar þegar útskipun var hafin á flutningaskipinu Mjölni.
9. febrúar fengu atvinnurekendur nokkra verkamenn úr Reykjavík til þess að mæta til vinnu en félagsmenn Baldurs fjölmenntu við Edinborgarbryggju til að koma í veg fyrir útskipun skipsins. Flutningaskipið Mjölnir fór frá Edinborgarbryggju án þess að taka meira saltfisk í skipið í þetta skiptið. Ákveðið var að halda áfram með verkfallið hjá þeim fyrritækjum sem lækkað höfðu launin og skráðust meira en 50 nýir meðlimir í félagið á næsta félagsfundi.
Verkfallið stóð í rúmar 2 vikur þegar skriflegur samningur var samþykktur á milli atvinnurekenda og Verkalýðsfélags Baldurs. Kauplækkunin sem atvinnurekendur höfðu gert gekk að mestu til baka og fékk Baldur viðurkenningu á samningsrétti sínum eftir þetta.
Verkalýðsfélag Vestfirðinga / Verk Vest
Atvinnugreinar
Upplýsingar
Lesa bókina