Verkfærasalan ehf. var stofnuð í september árið 1997 af Þorláki Marteinssyni og opnaði þá 200 fm verslun í Síðumúla 11. Aðaláhersla verslunarinnar er að selja vönduð rafmagns- og handverkfæri og sinna viðgerðum og þjónustu þeirra.
Sagan
Árið 2006 var ráðist í það að tvöfalda verslunina og þakti hún nú alla jarðhæð Síðumúla 11. Jafnt og þétt stækkaði starfsemin og haustið 2016 opnaði Verkfærasalan nýja verslun í Hafnarfirði.
Í byrjun árs 2018 opnaði síðan verslunin á Akureyri. Sama ár flutti verslunin í Reykjavík úr Síðumúla 11 í næsta hús númer 9 sem stækkaði starfsemina enn frekar, en sú verslun er
750 fm til viðbótar við lager, skrifstofur og verkstæði.
Mannauður
Í Verkfærasölunni starfa yfir 30 manns í verslunum, lager, verkstæði, skrifstofu og útisölu. Þorlákur Marteinsson er framkvæmdastjóri. Verkfærasalan hefur hlotið viðurkenningu „Framúrskarandi fyrirtæki” frá Creditinfo.
Markmið
Markmið Verkfærasölunnar er að bjóða upp á gæða vörur og persónulega þjónustu. Hluti af þjónustunni fer fram í gegnum útisölumenn sem heimsækja fyrirtæki og kynna vöruúrvalið. Milwaukee, Ryobi, Wera, Gedore og Telwin eru meðal vörumerkja sem fást í versluninni sem eiga það öll sameiginlegt að vera leiðandi á markaði.
Milwaukee hátíðin
Hápunktur ársins hjá Verkfærasölunni er án ef Milwaukee hátíðin. Ár hvert kemur til landsins sýningarbíll sem kallast „Red Devil”. Hann er fullbúinn með allri nýjustu rafmagnsverkfæralínu Milwaukee ásamt aukahlutum. Sölumenn á vegum Verkfærasölunnar hafa farið á bílnum hringinn í kringum landið og stoppað í hinum ýmsu sveitarfélögum og fyrirtækjum. Hefur þá verið blásið til hátíðar við verslanirnar með tilboðum og veitingum. Þá gefst viðskiptavinum tækifæri til þess að prófa nýjustu rafmagnsverkfærin ásamt því að ræða við sérfræðinga frá Milwaukee sem koma til landsins fyrir þessa daga.
Vorið 2018 fékk Verkfærasalan til sín sinn eiginn Milwaukee sýningarbíl sem er nýttur í útisölumennsku og er hér allt árið.
Stefna og framtíðarsýn
Það er stefna Verkfærasölunnar að mæta þörfum viðskipavina og finna leiðir til að auka þjónustu og var því opnuð netverslun árið 2018. Í netversluninni er mikið vöruúrval og hún útbúin með innri vef fyrir viðskiptavini þar sem þeir geta klárað pöntunarferlið og fengið vöruna senda til sín. Vefverslunin er í stöðugri þróun og geta allir nýtt sér hana jafnt einstaklingar sem og fyrirtæki.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd