Upphaf Vermis er þegar Sigurður J. Jónsson hóf að læra pípulagnir 1960 þá 21 árs. Að námi loknu hóf hann að vinna sjálfstætt undir eigin nafni til að byrja með en tók síðar upp nafnið Vermir.
Sagan
1976 kaupir Hallgrímur sonur hans helmingshlut í fyrirtækinu og heitir félagið upp frá því Vermir sf. Árið 2009 hættir Sigurður í pípulögnum og kaupa þá Hallgrímur og eiginkona hans Guðrún Viðar hans hlut og eiga fyrtækið í dag.
Starfsmenn
Í dag starfa þrír fastir starfsmenn hjá fyritækinu, en hafa mest verið fimm. Undanfarið hafa verið fjórir til fimm starfsmenn.
Verkefnin
Verkefnastaða fyritækisins hefur alltaf verið mjög góð. Vermir sf. er fyrirtæki sem tekur að sér pípulagnir í stórum sem smáum verkum hvort heldur sem er nýlagnir, viðhald eða breytingar. Við erum með efnissölu sjálf. Efnissala er orðinn töluvert stór liður í rekstri fyritækisins.
Við erum mjög vel tækjum búinn og notum flestar gerðir af viðurkenndum lagnaefnum.
© 2025 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd