Verslunarmannafélag Skagafjarðar

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Verslunarmannafélag Skagafjarðar var stofnað 9. júní 1958 á Sauðárkróki. Félagssvæði þess er Skagafjörður. Annað félag starfaði einnig fyrr á öldinni en lognaðist út af. Fyrsti formaður félagsins var Guðmundur Ó. Guðmundsson. Núverandi formaður félagsins er Hjörtur Geirmundsson. Félagið er hluti af Landssambandi íslenskra verzlunarmanna (LÍV) og 4. þing LÍV var haldið í Bifröst á Sauðárkróki 3.-5. maí 1963.

    Sagan
    Framan af var skrifstofuhaldið og þjónustan fyrst og fremst á heimili þeirra sem veittu félaginu forstöðu á hverjum tíma. Árið 1996 var hins vegar opnuð skrifstofa í Aðalgötu 21, þar sem áður var Grána og skrifstofur Kaupfélags Skagfirðinga. Opið var hluta úr degi tvisvar til þrisvar í viku. Félagið flutti sig svo til árið 2005 í suðurenda Aðalgötu 21 og var þar þangað til um mitt ár 2006. Þá gerði félagið þjónustusamning við Ölduna stéttarfélag um þjónustu við félagsmenn sína. Þetta samstarf er ennþá við lýði og hefur verið ákaflega farsælt. Skrifstofa stéttarfélaganna er til húsa að Borgarmýri 1 á Sauðárkróki í dag.

    Félagið og fólkið
    Alls greiða um 266 einstaklingar til félagsins en fullgildir félagsmenn eru um 184. Um síðustu aldamót voru þeir ríflega 140. Þetta þýðir að félagsmönnum hefur fjölgað um ríflega 30% á þessum tíma. Aldurssamsetning félagsmanna er þannig að um 55% félagsmanna eru yngri en 35 ára. Tæplega 67% félagsmanna eru konur og rúm 33% karlar. Í stjórn sitja 5 félagar sem eru kjörnir árlega á aðalfundi félagsins. Á aðalfundi ár hvert eru kjörnir fjórir stjórnarmenn auk formanns. Tveir eru kjörnir í varastjórn, fjórir í trúnaðarráð og tveir í varatrúnaðarráð. Þá eru kjörnir tveir félagslegir skoðunarmenn og einn til vara til eins árs. Nú eru þrjár konur í stjórninni og tveir karlar.

    Samstarf
    Félagið á aðild að Landssambandi íslenskra verzlunarmanna og Alþýðusambandi Íslands. Jafnframt á félagið í margvíslegu samstarfi við önnur félög og fyrirtæki á Norðurlandi vestra um námskeiðahald og fleira. Aldan stéttarfélag sér um þjónustu og afgreiðslu við félagsmenn fyrir félagið. Félagið á og rekur sumarbústað í Varmahlíð ásamt Öldunni og einnig tvær íbúðir í Reykjavík sem eru til útleigu fyrir félagsmenn ásamt Öldunni og Iðnsveinfélagi Skagafjarðar.

    Verkefni
    Þó að félagið sé orðið 60 ára gamalt þá eru viðfangsefnin svipuð í dag eins og þegar félagið var stofnað. Alltaf er verið að vinna í að bæta kjör félagsmanna og standa vörð um það sem hefur áunnist á þessum tíma. Það er mikill ávinningur og trygging að vera í stéttarfélagi og ýmislegt í boði fyrir þá félagsmenn sem bera sig eftir því. En auðvitað eru líka nýjar áskoranir á hverjum tíma fyrir sig og tíðarandinn hefur breyst gríðarlega.

Stjórn

Hjörtur Geirmundsson
Formaður
vmf
8217041
1992-2025
Jóhann Sigmarsson
Varaformaður
8977274
2021-2025
Erna Reynisdóttir
Ritari
8468184
2019-2025
Lilja Sigurðardóttir
Gjaldkeri
8236353
2020-2025
Sigríður Garðarsdóttir
Meðstjórnandi
8699240
2024-2025

Stjórnendur

Verslunarmannafélag Skagafjarðar

Verslunarmannafélag Skagafjarðar

Borgarmýri 1
550 Sauðárkróki
4535433

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina