Vídd ehf.

2022

Vídd ehf. er flísa-/byggingavöruverslun sem var stofuað árið 1992 af hjónunum Árna Yngvasyni og Sigrúnu Baldursdóttur. Fyrirtækið opnaði fyrst á Suðurlandsbraut 6 í Reykjavík og var staðsett þar til það flutti árið 1996 að Nýbýlavegi 30 í Kópavogi. Árið 1999 flutti verslunin í núverandi húsnæði, Bæjarlind 4 Kópavogi. Í kringum aldarmótin ákváðu Sigrún og Árni að færa út kvíarnar og opnuðu því útibú á Akureyri árið 2001.

Gildi Víddar eru gæði
Vídd flytur því inn einungis fyrsta flokks vörur sem standast hæstu gæðastaðla. Vídd flytur inn flísar aðallega frá Ítalíu, má þar nefna þekkta ítalska framleiðendur eins og Mirage, Atlas Concorde og CE.SI. Samhliða innflutningi á flísum og tilheyrandi vörum, þá hefur fyrirtækið verið einnig í innflutningi á sænskum ál- og viðargluggum, frá stærsta framleiðanda þar í landi. Gluggarnir hafa verið notaðir í fjölmargar stofnanir og íbúðarhúsnæði.

Nýjungar
Miklar breytingar og þróun hafa átt sér stað í flísageiranum síðustu 20 árin. Vídd hefur verið leiðandi á íslenskum markaði í nýjungum er koma að flísum. Þegar Vídd var stofnað má segja að stærðin 30x30cm hafi verið ríkisstærðin á gólfflísum. Einnig tók við á tímabili „mósaík bylgju“ á milli skápa og á baðherbergi. Í dag hinsvegar fást flísar í öllum stærðum og gerðum. Nýjungar eins og marmaraflísar og parketflísar hafa litið dagsins ljós þar sem flísin er alveg eins og náttúrusteinn eða parket en með gæði flísarinnar að vopni. Þar að segja, með slitþol flísarinnar, þolir bleytu og kulda, eru lokaðar og blettast því ekki, og eru því tilvaldar á votrými, svosem baðherbergi og þ.h. Vídd hefur einnig verið leiðandi á því sviði undanfarin ár að koma risaflísum, sem eru allt frá 120 x 120 cm. að 160×320 cm. málum. Þessi nýjung opnar því fleiri víddir og verksvið sem meðal annars snertir borðplötur.
Nýjasta byltingin í flísageiranum eru flísahellur. Flísahellur eru flísar í 20 mm þykktum. Þessar flísar sameina kosti flísa annars vegar og garðhellna hinsvegar. Flísahellurnar er lausn sem er hægt að leggja eins og flísar, eða sem garðhellur, eða á sérstakar plaststoðir án límingar fyrir svalir, verandir, garða og önnur útisvæði. Flísahellurnar hafa opnað nýjar víddir með tilliti til garðhönnunar.

Verkefni
Í uppsveiflunni útfrá aukingu ferðamanna mætti segja að Vídd hafi náð mörgum áhugaverðum hótelverkefnum, en þar má sérstaklega nefna Hilton Konsulat hótelið í Hafnarstræti, hannað af ThG arkitektum, þar sem sérstakt mósaík mynstur með tilvísun í lopapeysumynstur var sérstaklega vel heppnað. Önnur skemmtileg verkefni sem Vídd fékk að vera með voru til að mynda Sjóböðin á Húsavík og VÖK böðin hjá Egilsstöðum. Vídd skar sig örlítið frá samkeppninni með því að vera ekki mikið inn á verktakamarkaðinum þar sem mesta samkeppnin og uppgangurinn var í sambandi við nýbyggingar á fasteignamarkaði, en þó var eitt stórt verkefni á þeim markaði sem skar sig alveg út. Vídd var sérstaklega fengin að byggingum við Austurhöfn í Reykjavík, sem var gríðarlega stórt verkefni. Sænsku álgluggarnir voru settir í turna ásamt granítklæðningu á ytra byrði bygginganna. Einnig voru notaðar risaflísar á anddyri, en það var nýjasta vörulínan frá ítölsku flísaframleiðendum.

Framtíðarsýn
Framtíðarsýn fyrirtækisins 2020 er að vera leiðandi í öllu sem snertir flísar og flísalagnir. Stjórnendur eru þó einnig með augastað á að færa út kvíarnar inn á öðrum sviðum.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd