Vigt

  • 2026
    Aðsetur í dag
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Höfuðstöðvar, vinnustofa og verslun VIGT eru í gamla Hafnarvigtarhúsinu í Grindavík. Húsið hefur sérstaka þýðingu fyrir fjölskylduna, en það var byggt af afa þeirra og þar voru fiskibílar áður vigtaðir. Í versluninni er öll vörulína VIGT til sölu ásamt völdum vörum sem falla vel að áherslum fyrirtækisins. Megnið af framleiðslunni fer fram á verkstæði VIGT í Grindavík, með áherslu á ábyrga framleiðslu og virðingu fyrir fólki og umhverfi.

  • 2025
    Helstu áfangar

    Árið 2025 er VIGT rótgróið hönnunar- og framleiðslufyrirtæki sem einbeitir sér að vörum fyrir heimilið. Áherslan er á einfaldleika, gæði og sanngirni, og vörulínan er hönnuð með það í huga að hún standist tímans tönn. Árin 2024 og 2025 hlaut VIGT styrk frá Uppbyggingasjóði Suðurnesja sem studdi við áframhaldandi þróun vörumerkisins og starfseminnar.

  • 2013
    Stofnun Vigt
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    VIGT var stofnað árið 2013 af móður og þremur dætrum, Huldu, Örnu, Hrefnu og Guðfinnu. Frá upphafi hefur fyrirtækið byggt á sameiginlegum áhuga þeirra á sköpun og fallegum, vönduðum hlutum fyrir heimilið. Fjölskyldan á langan bakgrunn í innréttingum og mannvirkjagerð í gegnum fjölskyldufyrirtækið Grindina, sem hefur starfað frá árinu 1979, og sá grunnur hefur haft mikil áhrif á hugmyndafræði VIGT.

Stjórn

Stjórnendur

Vigt

Hafnargötu 11
240 Grindavík
861-9273

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina