Höfuðstöðvar, vinnustofa og verslun VIGT eru í gamla Hafnarvigtarhúsinu í Grindavík. Húsið hefur sérstaka þýðingu fyrir fjölskylduna, en það var byggt af afa þeirra og þar voru fiskibílar áður vigtaðir. Í versluninni er öll vörulína VIGT til sölu ásamt völdum vörum sem falla vel að áherslum fyrirtækisins. Megnið af framleiðslunni fer fram á verkstæði VIGT í Grindavík, með áherslu á ábyrga framleiðslu og virðingu fyrir fólki og umhverfi.