Víkingbátar ehf.

2022

Fyrirtækið Víkingbátar var stofnað árið 2011 af Matthíasi Sveinssyni rafmagnsiðnfræðingi og plastbátasmið. Í framhaldi var fest kaup á nýju húsnæði að Kistumel 20 í Reykjavík til að hýsa framleiðslu félagsins og skrifstofu. Við skipulag húsnæðisins var horft fyrst og fremst á þætti sem stuðla að auknum gæðum í framleiðslu bátanna.

Framleiðsla
Stefna Víkingbáta ehf. er að framleiða plastbáta fyrir sjávarútveg og ferðaþjónustu. Fyrirtækið mun leggja mikla áherslu á skilgreinda framleiðsluferla til að tryggja gæði bátanna sem og að velja einungis íhluti og vélbúnað sem uppfylla sömu gæðakröfur og fyrirtækið sjálft gerir til eigin framleiðslu. Víkingbátar hafa framleitt plastbáta undir merkjum Viking og Sóma bæði fyrir íslenskan og erlendan markað. Víkingbátar framleiddu árið 2013 Víking 1300 fyrir Noregsmarkað og Víking 1500 árið 2014 fyrir Íslandsmarkað. Víkingbátar hafa nýlega lokið við smíði á nýju módeli af línu og netabát af gerðinni Vikingur 30BT sem hugsaður er fyrir innlendan og erlendan markað. Heimasíða vikingbatar.is

Stjórnendur
Matthías Sveinsson, stjórnarformaður, Ævar Sveinsson, framkvæmdastjóri framleiðslu,
Sverrir Karl Matthíasson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála og Guðný Sigurðardóttir, fjármálastjóri.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd