VM-félag vélstjóra og málmtæknimanna varð formlega til haustið 2006 með sameiningu Vélstjórafélags Íslands og Félagi Járniðnaðarmanna. Við sameininguna varð til öflugt stéttarfélag með vélstjórum til sjós og lands, járniðnaðarmönnum, skipasmiðum og netagerðarmönnum. Í dag er félagið með stærstu fag- og stéttarfélaga landsins með um 4000 félagsmenn, um allt land.
Vélstjórafélag Íslands var stofnað 1909 og í byrjun voru félagsmenn eingöngu vélstjórar er störfuðu á sjó, en með vaxandi tækni urðu vélstjórar og járniðnaðarmenn sífellt eftirsóttari á vinnumarkaði. Kæli- og frystikerfi urðu stærri í frystihúsum og matvöruverslunum, rafvæðing landins hófst og stóriðjan kallaði á menntaða vélstjóra.
Félag járniðnaðarmanna var stofnað 1920, þá sem sveinafélag. Eftir 1931 fara svo að bætast við félagið skipasmiðir, járniðnaðarfélög af landsbyggðinni og Nót-sveinafélag netagerðarmanna. Bæði voru þá þessi stéttarfélög á landsvísu. Vegna vaxandi tækni starfa vélstjórar og járniðnaðarmenn vítt og breitt í tæknigeiranum til sjós og lands.
Hlutverk
Helstu markmið félagsins er að standa vörð um lögvernduð störf félagsmanna, kjör og síðan enn ekki síst að huga að menntun, öryggi og heilsusamlegu starfsumhverfi í öllum greinum ásamt bættum lífskjörum og félagslegum stöðuleika.
VM-er með 18 kjarsaminga fyrir sína félagsmenn um allt land.
VM-er með öflugan styrktar-og sjúkrasjóð fyrir félagsmenn.
VM-rekur fjölda orlofshúsa um allt land, ásamt íbúðum í Reykjavík, þar má t.d. nefna sérstaka íbúð ætlaða félagsmönnum landbyggðarinnar er þurfa að leita sér læknisaðstoðar á höfuðborgarsvæðinu.
VM-svarar öllum fyrirspurnum vegna launa- og réttindamála. Leiðbeinir félagmönnum varðandi atvinnu-, öryggis- og launamál, bæði með heimsóknum á vinnustaði og á skrifstofu VM.
VM-fylgist vel með menntun í vélstjórn, málmtækni og netagerð. Félagið styrkir félagsmenn til að sækja sér aukna menntun bæði í skólum og með námskeiðum, t.d. hjá Iðunni.
VM-leggur áherslu á upplýsingaflæði til félagsmanna með lifandi heimasíðu vm.is og gefur út tímarit tvisvar á ári. Ársskýrslur, fundargerðir stjórnar og lög félagsins er aðgengilegt á heimasíðunni vm.is. Félagið hefur einnig staðið að útgáfu á sögu vélstjórastéttarinnar, sem kom út 2017 og er í rafrænu formi á heimasíðu félagsins. Nú er verið að rita sögu Nótar-netagerð, er áætlað að hún komi út á vormánuðum 2021, og verður hún þá með sama sniði, þ.e. rafræn.
Félagið er í ASÍ og er því aðili að Bjargi íbúðafélagi, sem er sjálfeignarstofnun án hagnaðar-markmiða, er stuðlar að tryggja tekjulágum einstaklingum íbúðir í langtímaleigu.
Í húsnæði félagsins er einnig lögmannsstofa sem sinnir verkefnum fyrir félagið og félagsmenn.
Framtíðarsýn
Félagið er í stöðugri stefnumótavinnu, vegna breytinga á vinnumarkaði, vinnutilhögun vegna ört vaxandi tækni og vinnutímabreytinga. Formaður og stórn félagsins eru núna 2020 og 2021 í stefnumótunarvinnu ásamt Attentus ráðgjöfum um framtíðarsýn VM til komandi ára. Haldnir eru fundir með félagsmönnum um sýn á félagið og uppbyggingu á störfum þeirra. Oftast eru þetta þemadrifnir fundir, tekin fyrir málefni tengd félagsmönnum með fræðslu og fyrirlestrum. Fundir þessir hafa verið út á landsbyggðinni, þar sem öllum félagsmönnum er kleift að mæta og hafa áhrif á félag sitt og uppbyggingu.
Aðsetur
Skrifstofa VM er að Stórhöfða 29, 110 Reykjavík og er hún opinn alla daga frá kl. 08-16. Einnig eru skrifstofur reknar í samvinnu með FMA-félag málmiðanaðarmanna í Alþýðuhúsinu við Skipaggötu 14 á Akureyri. Að auki er félagið með tengiliði um allt land. Það má minna á heimssíðu VM: vm.is
Mannauður
Á skrifstofu félagsins starfa 9 manns og hafa flestir verið þar um lengri tíma. Er skrifstofu skipt upp í tvö svið, skrifstofu-og fjármálasvið og kjara-og menntasvið. (Sjá mynd).
Stjórn
Í stjórn félagsins næstu tvö árin 2020-2022 eru í aðalstjórn átta menn auk formanns og varaformanns, kosið er til tveggja ára í senn en formaður er kosinn á fjögurra ára fresti, átta manns eru einnig í varastjórn.
Aðalstjórn: Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður, Samúel Ingvarsson varaformaður og aðalmenn eru Agnar Ólason, Kristmundur Skarphéðinsson, Pétur Freyr Jónsson, Sigurður Gunnar Benediktsson, Einar Sveinn Kristjánsson, Andrés Bjarnason og Sigurður Jóhann Erlingsson. Trúnaðarmenn í félaginu eru 43 í 33 fyrirtækjum um allt land.
Styrktar- og menningarsjóðurinn VM, Akkur
Akkur var stofnaður af Vélstjórafélaginu á sínum tíma og er hugsaður sem styrktarsjóður til rannsóknarverkefna, brautryðjenda- og þróunarstarfa, menningartengdri starfsemi og listsköpun. Markmiðið er að styrkja aðila í þessum geirum í rannsóknum og menningu er kemur félagsmönnum til góða við nám og störf, til sjávar og sveita. Það má sjá nánar um Akk á heimsíðunni og þau fjölmörgu verkefni er hlotið hafa styrki og þar eru einnig umsóknareyðublöð fyrir þá er luma á góðum hugmyndum í vísindum og/eða menningu. Er öllum heimilt að sækja um styrk.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd