Hjónin Sigrún Ó. Ingadóttir og Guðmundur Sigurðsson keyptu verslun í Vogum Vatns-leysustrandarhreppi í ágúst árið 1976 og nefndu Vogabær. Verslunina ráku þau til ársins 1985 en með tilkomu stórmarkaða í landinu breyttu þau fyrirtækinu í matvælafyrirtæki og hófu framleiðslu á salötum og ídýfum undir heitinu Voga.
Eigendur og aðsetur
Vogabær ehf. keypti fyrirtækið E. Finnsson úr Hafnarfirði í september árið 1989 og hóf framleiðslu á E. Finnsson sósum í janúar 1990. Árið 2001 flutti félagið starfsemi sína í nýtt og glæsilegt húsnæði að Eyrartröð 2a í Hafnarfirði. Mjólka ehf. festi kaup á Vogabæ árið 2008 en Mjólka var stofnað í febrúar árið 2005 af fjölskyldunni að Eyjum II í Kjós og aðilum tengdum henni. Flutti Mjólka þá starfsemi sína í húsnæði Vogabæjar og eru Mjólka og Vogabær nú í eigu Kaupfélags Skagfirðinga sem eignaðist félögin í lok árs 2009.
Starfsemin
Árið 2016 var framleiðsla Vogabæjar sameinuð inn í mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki þar sem framleiddar eru af Kaupfélagi Skagfirðinga allar vörur sem áður voru framleiddar af Vogabæ, því er Vogabær í dag eingöngu að selja og dreifa þessum framleiðsluvörum Kaupfélags Skagfirðinga.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd