Vogir og Lagnir ehf

2022

Vogir og Lagnir eins og við þekkjum það í dag var stofnað árið 2011 af Sigurði Axel Axelssyni. Í upphafi var Sigurður Axel aðeins eini starfsmaður fyrirtækisins og má segja það að hann hafi verið á ferð og flugi um land allt að koma fyrir bílavogum frá bandaríska framleiðandanum Cardinal Detecto. Margar hafnir landsins ásamt stórum fyrirtækjum þurftu að treysta á Sigurð þegar kom að því að setja vogirnar í gang, laga ýmsar bilanir og koma öllu í réttan farveg. Ófáum dögum var eytt í það að keyra landshlutanna á milli og voru margar nætur þar sem sofið var í bílnum. Hægt og bítandi fór fyrirtækið að dafna og stækka, og áður en langt var liðið var Vogir og Lagnir einnig farið að bjóða upp á þjónustu sem snéri að rafmagni.

Þjónustan
Eins og staðan er í dag þá er þjónusta fyrirtækisins tvíþætt, bæði þjónusta við vogir og rafmagn. Það er óhætt að segja það að fyrirtækið hafi vaxið og dafnað vel og þjónustan hafi þróast í samræmi við það. Í vogunum hafa fleiri birgjar bæst í hópinn og má þar helst nefna stór fyrirtæki eins og Kern frá Þýskalandi, AWM Limited frá Bretlandi og Haenni frá Sviss. Einnig eru góð sambönd við minni fyrirtæki sem gera það að verkum að fyrirtækið getur þjónustað allar stærðir og tegundir voga. Einnig hefur framboð á vöruúrvali aukist til muna, en í upphafi mátti helst finna stærri iðnaðarvogir. Í dag geta Vogir og Lagnir útvegað allt frá litlum bakstursvogum til hinna stærstu bílavoga. Einnig er vert að nefna það að fyrirtækið hefur einnig verið að útvega varahluti og alhliðalausnir tengdum þessum geira. Til gamans má geta þess að árið 2018 gaf Vogir og Lagnir barnavog til Heilbriðgisstofnun Vesturlands, en fyrirtækið Cardinal Detecto, sem er einn stærsti birgi sem er í samstarfi við Vogir og Lagnir, sérhæfir sig einnig í vörum í heilsuiðnaðinum.

Rafþjónusta
Vogir og Lagnir er, eins og áður hefur verið nefnt, einnig rafverktaki. Í upphafi var fyrirtækið einna helst að þjónusta stórt fyrirtæki sem einnig eru staðsett á Akranesi, en með tímanum hefur það þróast og hefur verkefnastaða í bæði stórum og smáum verkum aukist til muna. Á síðustu árum hafa stór verkefni verið á döfinni hjá Vogum og Lögnum. Þar má helst nefna nýja Golfskálinn á Akranesi, breytingar á Hvalfjarðargöngum og nýja fimleikahúsið á Akranesi. Í öllum þessum tilvikum sá fyrirtækið um allar raflagnir og allt sem því tengist. Það má segja að árið 2019 hafi verið viðburðaríkt hjá Vogum og Lögnum, en það ár óx fyrirtækið, bæði hvað varðar verkefni og starfsmenn. Helsta ástæða fyrir þessum vexti voru kaupin á öðru fyrirtæki, Rafþjónustu Sigurdórs. Rafþjónusta Sigurdórs var fyrirtæki frá Akranesi sem hafði verið starfandi í mörg ár. Eigandi Rafþjónustu Sigurdórs var, Hlynur Sigurdórsson, hann hafði átt og rekið fyrirtækið í 19 ár, en starfað þar mun lengur þar sem fyrirtækið var áður í eigu föður hans. Það má því segja að sú kaup hafi verið mikill hvalreki fyrir Vogir og Lagnir, sérstaklega á sviði rafverktakaþjónustu.
Mannauður
Í dag starfar fjöldi starfsmanna hjá Vogum og Lögnum, en flestir eru þeir menntaðir sem rafvirkjar. Það má til gamans geta að oft getur það hjálpað til við viðgerðir á vogum að þekkja til á sviði rafmagns og því má segja að það sé hægt að slá tvær flugur í einu höggi hvað það varðar. Það má segja að það sé ákveðin sérstaða, og án efa einstakt, að bjóða upp á þjónustu á bæði vogum og rafmagni. Það er ekkert annað fyrirtæki á Íslandi sem býður upp á sambærilega þjónustu, þrátt fyrir að það séu til rafverktar og svo söluumboð sem selja vogir, en það er ekki að finna neinn annan sem býður upp á hvort tvegga.
Það er ekki nógu oft minnst á það hversu góðar þekkingar er krafist þegar unnið er við vogir, en stillingar verða að vera mjög nákvæmar til þess að vogin virki sem skyldi. Það er því mikilvægt að leggja nafnið Vogir og Lagnir á minnið hvað það varðar.

Aðsetur
Fyrirtækið er staðsett á Akranesi, við Smiðjuvelli 17, en fyrirtækið fluttist þangað árið 2018. Húsnæðið er stórt og mikið og fyrir utan má sjá stórt skilti sem ætti ekki að fara framhjá neinum er hann keyrir inn á Akranes. Eins og áður hefur verið nefnt, að þrátt fyrir að aðsetur fyrirtækisins sé á Akranesi, þá má finna starfsmenn merkta „Vogir og Lagnir“ um land allt, þá helst við viðgerðir eða uppsetningar á vogum.

Framtíðin
Það má með sanni segja að Vogir og Lagnir ehf. sé ört stækkandi fyrirtæki sem mun að öllum líkindum þróast og stækka, bæði á sviði rafmagns sem og í tækninni.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd