Voltorka ehf. er stofnuð af Helga Pálssyni árið 2013 og var starfsemin utan um raflagna-hönnun og önnur tilfallandi verkefni. Árið 2014 kemur Baldvin Ó. Gunnarsson inn sem helmings eigandi á móti Helga og breytist starfsemin þá nær eingöngu í raflagna- og lýsingarhönnun ásamt gerð útboðsgagna.
Sagan
Starfsemin fór rólega af stað þar sem báðir eigendur voru í fullu starfi hjá öðrum aðilum, en síðan fóru verkefnin að verða fleiri og stærri og í febrúar 2018 fer fyrirtækið í fullan rekstur með opnun teiknistofu í Skútuvogi 10F og er einn starfsmaður starfandi hjá fyrirtækinu fyrir utan eigendur í dag.
Verkefnin
Verkefnin í dag eru af öllum stærðum og gerðum, allt frá geymsluskúrum upp í stór iðnaðar-húsnæði og hótel. Eru þetta raflagnateikningar, lýsingarhönnun, verklýsingar, magnskrár, ráðgjöf og úttektir verka. Unnið er eftir öllum núgildandi stöðlum og er Voltorka með vottað gæðakerfi. Helstu verkefni hafa verið íbúðarhúsnæði í öllum stærðum, frá bústöðum upp í 100 íbúða fjölbýlishús, hótel, geymsluhúsnæði og iðnaðarhúsnæði svo sem eins og CCP á Bakka á Húsavík, verslanir og íþróttamannvirki, s.s. lýsing, knattspyrnuhallir, parketvellir fyrir hand- og körfubolta, skotsvæði og dansskóli. Einnig hönnuðum við göngudeild fyrir LSH með öllum kerfum sem tilheyra fullkomnu sjúkrahúsi.
Mannauður
Helgi Pálsson er rafiðnfræðingur og löggiltur raflagnahönnuður og hefur í gegnum tíðina unnið hjá Rafteikningu ehf. síðar Verkís, BSI á Íslandi, kennari við Rafmennt og Tækniskólann og starfar hann þar einnig í dag. Baldvin Ó. Gunnarsson er rafiðnfræðingur og löggiltur raflagnahönnuður og hefur í gegnum tíðinna unnið hjá hinum ýmsu rafverktökum, en lengst af hjá S. Guðjónsson ehf. Starfandi hjá Voltorku í dag er einnig Hlynur Haraldsson sem er sveinn í rafvirkjun, en stundar núna nám hjá HR í rafiðnfræði.
Framtíðin
Framtíðin er björt því fyrirtækið er vel kynnt á markaði og erum við að vinna með nær öllum arkitektastofum. Byggingageirinn er enn að stækka og þörfin á íbúðarhúsnæði og öðru húsnæði verður alltaf til staðar.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd