Vörn öryggiskerfi

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Vörn öryggiskerfi var stofnað árið 2008 af Jóni Hermannssyni og Birnu S. Björgvinsdóttur. Fyrst um sinn var umfang fyrirtækisins afar lítið, frá einu myndavélakerfi, síðan tvö og nú í dag erum við með á annað þúsund fyrirtækja í þjónustu, stór og lítil út um allt land.

    Starfsemin
    Vörn hefur sérhæft sig í hágæða myndavéla- og öryggisbúnaði fyrir verslanir, heimili og stærri sem smærri fyrirtæki, það er ekkert fyrirtæki eða heimili of lítið eða of stórt því að Vörn öryggiskerfi sér um að leggja frá einni myndavél uppí mörg hundruð vélar. Við leggjum mikla áherslu á góða þjónustu, fyrsta flokks vöru og vandvirkni í öllum þeim verkefnum sem við höfum framkvæmt.

    Staðan
    Í dag er fyrirtækið með sterka stöðu á markaðinum, með litla yfirbyggingu og persónulega og sveigjanlega þjónustu.

    Aðsetur
    Vörn öryggiskerfi er með aðsetur á Selásbraut 98, 110 Reykjavík. www.vörn.is

Stjórn

Stjórnendur

Vörn öryggiskerfi

Viðarási 26
110 Reykjavík
5615600

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina