Vörubretti ehf.

2022

Vörubretti ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki með gott orðspor sem stofnað var 1989 af Trausta Lárussyni og fjölskyldu. Vörubretti ehf. sér um brettasmíði fyrir sjávarútveginn ásamt því að sinna öðrum stórum framleiðslufyrirtækjum svo sem Rio Tinto, Elkem og Lýsi.

Starfsemin
Frá árinu 2012 hefur Vörubretti ehf. lagt áherslu á endurvinnslu og lagfæringar á notuðum brettum með því að taka á móti brettum frá fyrirtækjum án endurgjalds, þ.e. fyrirtækin þurfa ekki að greiða fyrir eyðingu þeirra og með þessu móti kemur fyrirtækið til móts við viðskiptavini og leggur sitt af mörkum við að nýta sem best takmarkaðar auðlindir jarðarinnar okkar. Fyrirtækið flytur inn um 100 stk. 40ft gáma á ári frá Rússlandi. Það timbur sem ekki er nýtt í vörubretti er kurlað og kögglað og notað í undirburð undir skepnur. Það fer því ekkert timbur til spillis í framleiðsluferlinu.

Aðsetur
Fyrirtækið er með starfsemi sína í 700 fm húsnæði að Óseyrarbraut 6 í Hafnarfirði.

Stjórnendur og starfsmenn
Í dag starfa hjá Vörubrettum um 10 starfsmenn og framkvæmdastjóri er Ingvar Sæbjörnsson og framleiðslustjóri er Dariusz Miodonski. Stjórnarformaður er Óskar Óskarsson.
Í byrjun árs 2021 keyptu eigendur Valeska ehf. fyrirtækið.

Stjórn

Stjórnendur

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd