Wise lausnir ehf.

2022

Wise er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í fjárhags- og viðskiptalausnum sem byggja á þeirri hugmyndafræði að gera fyrirtækjum kleift að taka góðar og vel ígrundaðar viðskiptaákvarðanir, byggðar á öruggum upplýsingum úr viðskipta- og birgðakerfum fyrirtækisins. Fyrirtækið Wise á sér langa sögu, var áður Maritech en hefur starfað undir merkjum Wise frá árinu 2013. Starfsemi fyrirtækisins byggir á endursölu á Microsoft Dynamics 365 viðskiptalausnum. Wise er með skrifstofur í Reykjavík og á Akureyri og starfa samtals um 100 manns hjá fyrirtækinu.

Sagan
Saga Wise er samtvinnuð sögu hugbúnaðarfyrirtækja á Íslandi. Upphaf Wise má rekja til Maritech ehf. sem stofnað var sem sjálfstætt fyrirtæki út frá viðskiptalausnasviði TölvuMynda árið 1995. TM Software var stofnað á Íslandi árið 1986 af Friðriki Sigurðssyni sem var forstjóri félagsins til ársins 2006. Í upphafi hét félagið TölvuMyndir en nafninu var formlega breytt í TM Software í byrjun árs 2005. Maritech sérhæfði sig upphaflega í sjávarútvegi en jók fljótt vöruúrval sitt og varð öflugt á sviði sjávarútvegs,- sveitarfélaga- og viðskiptalausna. Árið 2007 var Maritech selt til Akva Group, norsks fyrirtækis sem er skráð á hlutabréfamarkað í Osló. Maritech breytti um nafn árið 2013 í Wise. Í dag er Wise einn stærsti söluaðili Microsoft Dynamics 365 Business Central á Íslandi og er í fararbroddi í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingu hugbúnaðar ásamt persónulegri þjónustu.

Eigendur og stjórnendur
Eigandi Wise er: Adira. Stjórnarformaður er: Jónas Hagan. Stjórnendur Wise ehf. eru: Jóhannes Helgi Guðjónsson, forstjóri, Elín Málmfríður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs, Jón Heiðar Pálsson, framkvæmdastjóri sölusviðs, Sigríður Helga Hermannsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, Stefán Þór Stefánsson, framkvæmdastjóri þjónustu- og ráðgjafasviðs og Stefán Torfi Höskuldsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs

Viðskiptavinir og aðföng
Viðskiptavini Wise má finna víðs vegar um heiminn: Í Evrópu, Asíu, Bandaríkjunum og Eyjaálfu. Wise býður staðlaðar Microsoft Dynamics 365 lausnir auk fjölda sérlausna fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað með sérhæfingu á sviðum fjármála, viðskiptagreindar, verslunar og þjónustu, sveitarfélaga, sjávarútvegs og flutninga. Meðal stærstu viðskiptavina Wise má nefna Össur, BRIM, CCP, Tassal, Hafnarfjarðarbæ, Securitas, Sanford o.fl.

Vinnulag og framleiðsluferli
Wise leggur mikið upp úr þróun lausna og að fylgjast með nýjungum á markaðnum til að geta veitt viðskiptavinum sínum lausnir sem veita forskot í samkeppni. Wise er vottaður Gullsamstarfsaðili Microsoft en hefur einnig hlotið fjölda viðurkenninga fyrir framúrskarandi lausnir og þjónustu m.a.
„Samstarfsaðili ársins hjá Microsoft á Íslandi“ og „Fyrirmyndarfyrirtæki VR“ um margra ára skeið.

Skipulag, gerð og sérstaða
Starfsemi Wise er skipt niður í sex svið: Þróunarsvið, Þjónustu- og ráðgjafasvið, Sölusvið, Markaðssvið, Rekstrar- og tæknisvið og Fjármálasvið sem hverju um sig er stjórnað af framkvæmdastjóra sem sér um daglegan rekstur og utanumhald verkefna

Nútíminn og framtíðin
Wise er stöðugt vaxandi fyrirtæki sem hefur það að markmiði að auka vörulínur og þjónustu til viðskiptavina með frekari þróun stafrænna lausna til að fylgja eftir hraðri breytingu í heimi hugbúnaðarlausna, starfrænni vegferð fyrirtækja og auknum kröfum neytenda. Stafræn umskipti eru talin vera einn mesti drifkraftur umbreytingar samfélaga og viðskiptalífs þjóða í dag. Mikil áhersla er og verður á að innleiða stafrænar lausnir hjá fyrirtækjum og hinu opinbera og minnka tækniskuld með það að markmiði að auka skilvirkni sem skilar sér í hagræðingu fyrir alla hlutaðeigandi.
Stafræn umbreyting er knúin áfram af tækniframförum en snýst þó ekki eingöngu um tækni. Ekki síður snýst þessi þróun um hvernig notendur og viðskiptavinir breyta hegðun sinni og hvernig við í auknum mæli komum til með að nota stafrænar lausnir og þjónustu í daglegu lífi.

Aðsetur, mannauður og starfsmannafjöldi
Wise rekur í dag tvær skrifstofur í Reykjavík og á Akureyri. Wise á Íslandi: Ofanleiti 2, Reykjavík og Skipagata 9, Akureyri, Wise 365 í Danmörku og Grænlandi. Auk þess að vinna með samstarfsaðilum um allan heim. Hjá Wise starfar öflugur hópur sérfræðinga með áralanga reynslu í Microsoft lausnum. Starfsfólk Wise er um 100 talsins. Hlutfall háskólamenntaðra er hátt og samanlögð reynsla í árum talið af Microsoft Dynamics Business Central hugbúnaði telur um 600 ár. Fjölbreyttari menntun, virðing og jafnréttisáætlun er líklegast það sem hefur haft mest að segja varðandi stöðu kvenna innan atvinnulífsins á síðustu árum. Wise hefur unnið að jafnréttisáætlun og vinnur stöðugt að því að auka hlutfall kvenna hjá fyrirtækinu. Hjá Wise starfa um 100 manns og er hlutfall kvenna 40% í heildina.

Starfsmannafélag og félagslíf
Wise rekur öflugt starfsmannafélag, WiseGuys, sem skipuleggur fjölda viðburða allt árið um kring við góðar undirtektir starfsmanna. Árlegir viðburðir eru: Keilumót, spurningakeppni, furðuleikar og annað skemmtilegt.
Endurmenntun og starfsmannastefna
Stefna Wise í endurmenntun er skýr, en starfsfólk er hvatt til að auka við þekkingu sína með vottunum frá Microsoft og öðrum námskeiðum sem kunna að efla starf þeirra. Almennt er leitað eftir hæfu starfsfólki með rétta menntun og/eða bakgrunn í störf hjá Wise en persónuleiki skiptir einnig miklu máli við val starfsmanna. Wise hefur haft það að leiðarljósi að gera vel við starfsfólk sitt með sveigjanlegum vinnutíma, góðu starfsumhverfi og góðum starfsanda sem skilar sér í aukinni starfsánægju.

Velta og hagnaður
Wise veltir um tveimur milljörðum á ári og hefur skilað hagnaði undanfarin ár.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd