X-JB ehf.

2022

X-JB ehf. er stofnað árið 2012.Félagið er stofnað af fjórum aðilum sem áttu það sameiginlegt að tengjast JB-Byggingafélagi sem var stórtækt í byggingariðnaði í kringum aldamótin. Það lá því beinast fyrir að kalla félagið X-JB sem vísar í „fyrrverandi“. Eigendur félagsins í dag eru þeir Jakob Ásmundsson húsasmíðameistari og Kristján H. Sigurgeirsson bygginga-tæknifræðingur, sem báðir hafa yfir 40 ára reynslu í byggingariðnaði.

Sagan og verkefnin
Fyrstu ár fyrirtækisins einkenndust af verktöku, s.s. uppsteypu á Urðarhvarfi 4 og 14, uppsteypu á viðbyggingu í Hótel Mjölnisholti og fleiri verkefni sem fólust að meiginstefnu í uppsteypu. Árið 2016 fór í gang fyrsta eigið verkefni félagsins. Það voru fjórar fasteignir byggðar í Sifjarbrunni 10-16 en svo lá leiðin upp í Mosfellsbæ þar sem sex raðhús voru byggð í Laxatungu 105-115. Framangreind verkefni voru seld tilbúin undir tréverk.

Meðfram þessum verkum hefur X-JB ehf. verið að byggja 44 herbergja hótel í Skipholti 29 og 29a en hótelið er í eigu félagsins.

Síðustu verkefni X-JB eru byggð úr krosslímdum timbureiningum (CLT). Þar er flaggskipið veitingastaðurinn Sjáland í Ránargrund Garðabæ. Byggingin er, af mörgum, talin vera einn glæsilegasti veitingastaður landsins. Meðfram þessu verkefni voru tvö einbýlishús byggð á sama hátt í Efrahópi í Grindavík. Félagið hefur þó ekki alveg horfið frá steinsteypu, og er það ekki markmið í sjálfu sér, en einnig er áætlað að ljúka tveggja íbúða parhúsi við Iðunnarbrunn sumarið 2020.

Mannauður
Fyrirtækið er með milli 15 og 20 iðnaðarmenn í vinnu á hverjum tíma og eru það aðallega smiðir. Þá vinna um 20 einstaklingar, í öðrum greinum, sem verktakar hjá X-JB ehf. á hverjum tíma. Félagið býr yfir öllum nauðsynlegum tækjakosti, s.s. byggingarkrönum, mótum og uppsláttarefni, gröfum og stórum vinnubúðum.

Nýjungar
Fyrirækið hefur verið öflugt í því að kynna sér nýja byggingarmáta og hefur þannig byggt glæsilegan veitingastað í Ránargrund úr krosslímdum timbureiningum. Í því verki er einnig notað stálvirki og límtrésbitar ásamt stórum gluggum með þreföldu gleri. Sá byggingarmáti er umhverfisvænni en uppsteyptu húsin en það skiptir félagið einnig miklu máli. Fagaðilar félagsins hafa verið iðnir við að heimsækja byggingasýningar og verksmiðjur erlendis til þess að fá yfirsýn yfir bestu byggingarefni hvers tíma, m.t.t. umhverfis, gæða og kostnaðar.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd