Í tímans rás hafa bílar og atvinnutæki breyst allmikið. Stærri og burðarmeiri bílar, aftanívagnar, betri vinnutæki, t.d. búslóðalyftur, rafmagnstjakkar, rafmagnströpputrillur svo eitthvað sé nefnt. Flytjum fyrirtæki, píanó, peningaskápa, búslóðir. Allt frá umslagi upp í stórflutninga. Einkunnaorð okkar eru: „Bílstjórarnir aðstoða“.
Ragnar og Ásgeir ehf. er geysiöflugt flutningafyrirtæki á Snæfellsnesi.
Starfsemin hefur stækkað og aukist með árunum. Í dag er fyrirtækið með starfsstöðvar í Grundarfirði, Snæfellsbæ og Reykjavík. Starfsemin snýst að mestu, eða u.þ.b. 90% um flutning á fiskafurðum (ferskur fiskur, frosinn fiskur og saltfiskur). Við bjóðum upp á allar gerðir flutninga, hvort sem það er flutningur á vörum, fersku sjávarfangi, gámum, búslóðum, vinnuvélum, byggingarefnum eða öðru. En langstærsti hluti starfseminnar snýst um flutning á fiskafurðum (ferskum fisk, frosnum fisk, saltfisk o.fl.) Bílaflotinn samanstendur fyrst og fremst af nýjum eða nýlegum ökutækjum og tengivögnum, sem sífellt verða fullkomnari með það að markmiði að tryggja sem best gæði þjónustunnar og þess flutnings sem skila þarf á áfangastað. Við hugsum vel um alla bílana okkar, þannig að þeir líti vel út og séu vel þrifnir. Það er okkar besta auglýsing.