Ferðalög og gisting

Hótel Varmahlíð er huggulegt fjölskyldurekið hótel, staðsett við þjóðveginn í hjarta Skagafjarðar. Við bjóðum 19 uppábúin herbergi, öll með sér baðherbergi og getum tekið við allt að 40 manns í einu. Við leggjum mikla áherslu á góða þjónustu og afslappað andrúmsloft jafnt á hótelinu og í veitingasal þar sem morgunverður er borinn fram. Yfir sumartímann er veitingastaðurinn opinn öll kvöld, fyrir gesti og gangandi, þar sem lögð er áhersla á að bjóða upp á hráefni úr héraði í samstarfi við Matarkistuna Skagafjörð.

Ferðaþjónustufyrirtækið Into the Glacier ehf. var stofnað árið 2013 til að halda utan um verkefni tengt ísgöngum á Langjökli. Hugmyndin að ísgöngum á þessum slóðum á rætur að rekja til 2010 þegar tveir ferðaþjónustuaðilar á svæðinu fengu þá hugmynd að bora út göng hátt á jöklinum og selja aðgengi til ferðamanna. Hugmyndin er þó alls ekki ný þar sem tilraunir með mannvirkjagerð á Langjökli hafa farið fram í þó nokkurn tíma.

Með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs varð Vatnajökull, áhrifasvæði hans ásamt stökum náttúruverndarsvæðum sameinuð í eina heild. Markmið með stofnun þjóðgarðsins er að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar svæðisins og gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess og sögu. Stórt verkefni þjóðgarðsins er að auðvelda  almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem unnt er án þess að náttúra hans spillist og veita fræðslu um náttúru, sögu og mannlíf. Einnig er sérstakt markmið þjóðgarðsins að styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni hans.