Hótel

Hótel Varmahlíð er huggulegt fjölskyldurekið hótel, staðsett við þjóðveginn í hjarta Skagafjarðar. Við bjóðum 19 uppábúin herbergi, öll með sér baðherbergi og getum tekið við allt að 40 manns í einu. Við leggjum mikla áherslu á góða þjónustu og afslappað andrúmsloft jafnt á hótelinu og í veitingasal þar sem morgunverður er borinn fram. Yfir sumartímann er veitingastaðurinn opinn öll kvöld, fyrir gesti og gangandi, þar sem lögð er áhersla á að bjóða upp á hráefni úr héraði í samstarfi við Matarkistuna Skagafjörð.