Fjármál og tryggingar

Vörður er alhliða tryggingafélag sem býður hagkvæmar tryggingalausnir á samkeppnishæfu verði fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Félagið, sem leitast við að þjóna viðskiptavinum sínum á einfaldan, þægilegan og ekki síst persónulegan máta, býður allar tryggingar sem heimilin og fyrirtækin í landinu þurfa á að halda. Í starfsemi Varðar er lögð áhersla á hagkvæman rekstur sem byggir á nútímalegum þjónustu- og samskiptaleiðum. Tæknin er notuð til samskipta þegar það á við en þess er þó gætt að tækifæri til persónulegra samskipta séu ávallt til staðar.