Húsnæði og fasteignir

Verkefnin í dag eru af öllum stærðum og gerðum, allt frá geymsluskúrum upp í stór iðnaðar-húsnæði og hótel. Eru þetta raflagnateikningar, lýsingarhönnun, verklýsingar, magnskrár, ráðgjöf og úttektir verka. Unnið er eftir öllum núgildandi stöðlum og er Voltorka með vottað gæðakerfi. Helstu verkefni hafa verið íbúðarhúsnæði í öllum stærðum, frá bústöðum upp í 100 íbúða fjölbýlishús, hótel, geymsluhúsnæði og iðnaðarhúsnæði svo sem eins og CCP á Bakka á Húsavík, verslanir og íþróttamannvirki, s.s. lýsing, knattspyrnuhallir, parketvellir fyrir hand- og körfubolta, skotsvæði og dansskóli. Einnig hönnuðum við göngudeild fyrir LSH með öllum kerfum sem tilheyra fullkomnu sjúkrahúsi.

Starfsemin felst í pípulögnum – bæði nýlögnum og viðhaldi. Lagnaafl ehf. hefur fengist mikið við vinnu í skipum. Á meðal stórra verka á því sviði má nefna nýlagnir fyrir Skinney-Þinganes í skip þeirra, Steinunni og Þinganes. Einnig sá Laganaafl ehf. um nýlagnir í skipin Vörð og Áskel fyrir útgerðarfélagið Gjögur.

Starfsemi Lagnalindar felst í því að veita alhliða pípulagningaþjónustu, hvort sem um er að ræða nýlagnir, viðhald, viðgerðir eða breytingar í nýlegu sem og eldra húsnæði. Lagnalind hefurkomið víða við og má þar nefna vinnu við lagnir í Jarðböðunum í Mývatnssveit, Bjórböðunum á Árskógssandi og Sjóböðunum á Húsavík.
Einnig hefur Lagnalind komið að vinnu í Vaðlaheiðargöngum þar sem vinnuaðstæður voru óvenjulegar og lagnavinna erfið. Sjóða þurfti saman átta km af lögnum og vegna vatnsmagns í göngunum var notaður bátur og prammi til að koma lögnum á sinn stað.

Rörás ehf. er pípulagningarfyrirtæki og almennur verktaki. Fyrirtækið sér líka um meindýraeftirlit og eyðingu fyrir bæði bæjaryfirvöld og fyrirtæki á svæðinu.