Sælgætisframleiðsla Góu hefur verið í stöðugri framþróun og sífellt leitað leiða við að auka fjölbreytni í vöruflórunni. Skemmst er að minnast pipar-æðisins sem greip þjóðina fyrir nokkru, en Góa var í forystu þegar kom að því að framleiða sælgæti sem innihélt hið vinsæla piparduft. Hraunbitar og Æðibitar í kössum þykja orðið ómissandi í bæði útilegur og samkvæmi. Smágert „bland í poka“ sælgæti er bæði framleitt í verksmiðjunni og innflutt frá fjöldamörgum löndum. Af rótgrónum sælgætistegundum framleiðslulínunnar eru helst nefndar Toffí, Prins, Flórída og Brak, að ógleymdum dökkum og ljósum Californía-rúsínum og hinum sígildu súkkulaðikúlum.