Háskólar

Háskóli Íslands hefur verið undirstaða atvinnulífs og framfara í meira en 110 ár. Hann er stærsti háskóli landsins með langmesta fjölbreytni í námsframboði enda býður hann á fjórða hundrað spennandi námsleiðir á öllum fræðasviðum. Námið við skólann stenst alþjóðlegar gæðakröfur og opnar þannig dyr að framhaldsnámi og störfum víða um heim.

LbhÍ gegnir lykilhlutverki í þeim þáttum samfélagsins sem snúa að þróun landbúnaðar, nýtingu náttúruauðlinda, skipulagsmála, umhverfis- og loftslagsmála sem og samfélagsins í heild. Hlutverk skólans er afar víðfeðmt og snertir grundvallarskilyrði lífs okkar á jörðinni, fæðuöryggi, aðgengi að heilnæmu andrúmslofti, hreinu vatni og orku sem aftur byggir á fjölbreytileika vistkerfa og jafnvægi þeirra í náttúrunni.