Starfsemi Tónlistarskóla Árnesinga er umsvifamikill bæði hvað þjónustusvæði og fjölda nemenda varðar. Það sem skiptir þó mestu máli er að starfsemin er gríðarlega öflug og kennarahópurinn er skipaður vel menntuðu, metnaðarfullu og áhugasömu fólki. Árlega er haldinn mikill fjöldi tónleika. Auk smærri haust- og vortónleikar, spila nemendur út um allt samfélagið fyrir jólin og á ýmsum viðburðum. Stórtónleikar hvers árs eru margir, en nefna má deildatónleika þar sem hópastarfið fær að njóta sín, á Degi tónlistarskólanna eru haldnir svæðisbundnir tónleikar víða um sýsluna og síðast en ekki síst má nefna óperusýningar sem settar eru upp þriðja hvert ár. Á öllum þessum stórviðburðum tekur um helmingur nemenda skólans þátt hverju sinni og kennarar lyfta grettistaki með vinnu sinni.