Ýmis námskeið

Hlutverk Starfsmenntar er að efla símenntun opinberra starfsmanna með það fyrir augum að þeir verði færari til að takast á við sífellt fjölbreyttari verkefni og jafnframt að auka möguleika stofnana á að þróa starfssvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra á hverjum tíma. Fræðslusetrið er þjónustuaðili fræðslumála fyrir félagsmenn þeirra fjölmörgu aðildarfélaga sem að setrinu standa. Það metur þörf fyrir fræðslu hjá einstökum stofnunum, stofnanahópum og starfsgreinum, kemur á starfstengdum námskeiðum, leggur fram nýjar hugmyndir að starfsþróunarverkefnum og veitir stofnunum ráðgjöf á sviði mannauðseflingar og fræðslu.