Helsta hlutverk félagsins er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum félagsmanna. Semja um kaup og kjör, bættan aðbúnað við vinnu og gæta þess að ekki sé gengið á rétt félagsmanna. Vinna að fræðslu, menningarmálum og sameina alla starfandi launamenn á svæðinu. Daglegur þáttur í starfsemi félagsins er m.a. túlkun og gerð kjarasamninga, útreikningur launakrafna, útleiga orlofshúsa, afgreiðsla styrkja og dagpeninga og skólakynningar.