Um miðjan júlí 2014 keypti fyrirtækið L-7 ehf. Siglósport, gamalgróna verslun, sem hafði verið starfrækt síðan 1992. Fyrst sem íþróttavöruverslun en síðan aðallega sem almenn fataverslun ásamt tískuvörum bæði fyrir konur og karla.
Í dag er lögð rík áhersla á fjölbreytt úrval tískufatnaðar, íþrótta- og útivistafatnaðar ásamt því að þjónusta íþróttafélögin í Fjallabyggð.
Sögu 1912 má rekja aftur til ársins 1912, nánar tiltekið 1. janúar, þegar dönsku athafnamennirnir, Fritz Nathan og Carl Olsen, stofnuðu Nathan & Olsen. Reksturinn byggðu þeir á innflutningi ýmissa nauðsynjavara til Íslands og útflutningi landbúnaðar- og fiskafurða til annarra landa. Höfuðstöðvar Nathan & Olsen voru upphaflega í Hafnarstræti 21 og útibú á Ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. Starfsemin var blómleg á þessum upphafsárum fyrirtækisins.
Ísfell er leiðandi fyrirtæki í þróun, framleiðslu og þjónustu á veiðarfærum. Einnig sérhæfir fyrirtækið sig í fiskeldisþjónustu og hífi- og fallvarnarlausnum. Ísfell vinnur eftir ýtrustu kröfum um gæði og góða þjónustu.
Apótek Vesturlands þjónar einkum íbúum á Akranesi og í Snæfellsbæ en einnig er nokkuð um viðskiptavini á Vesturlandi, Snæfellsnesi og Dölum sem leita sér lækninga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Apótekið sinnir allri almennri lyfsölu og lyfjatengdri þjónustu, s.s. lyfjaskömmtun, skoðun lyfjabúnaðar skipa, yfirferð og viðhaldi sjúkrakassa fyrirtækja og stofnana. Auk þess er í Apóteki Vesturlands mikið úrval af heilsuvörum, vítamínum, bætiefnum, líkamshirðuvörum og snyrtivörum.
Vídd flytur því inn einungis fyrsta flokks vörur sem standast hæstu gæðastaðla. Vídd flytur inn flísar aðallega frá Ítalíu, má þar nefna þekkta ítalska framleiðendur eins og Mirage, Atlas Concorde og CE.SI. Samhliða innflutningi á flísum og tilheyrandi vörum, þá hefur fyrirtækið verið einnig í innflutningi á sænskum ál- og viðargluggum, frá stærsta framleiðanda þar í landi. Gluggarnir hafa verið notaðir í fjölmargar stofnanir og íbúðarhúsnæði.
Í Tösku- og hanskabúðinni er eitt mesta hanskaúrval landsins. Árið 1971 var byrjað að sérsauma hanska fyrir verslunina í Bretlandi en síðar var sú framleiðsla flutt til Ungverjalands þar sem nú er ein stærsta hanskaverksmiðja í heimi. Framleiðsla þeirra er úr besta fáanlega hráefni og er leðrið handskorið og elt og eru hluti af hönskum ennþá frammleiddir þar fyrir verslunina.
A. Wendel ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem hefur í rúmlega 60 ár, byggt rekstur sinn í kringum innflutning og sölu á vélum og tækjum til verklegra framkvæmda. Sérstök áhersla er lögð á að þjónusta fyrirtæki sem sinna vegalagningu, jarðvinnuverktöku, mannvirkjagerð, gatnahreinsun og vetrarþjónustu. Viðskiptavinirnir koma úr röðum ríkis, borgar og sveitarfélaga ásamt ýmsum iðnaðarmönnum, verktakafyrirtækjum og byggingavöruverslana.