Um miðjan júlí 2014 keypti fyrirtækið L-7 ehf. Siglósport, gamalgróna verslun, sem hafði verið starfrækt síðan 1992. Fyrst sem íþróttavöruverslun en síðan aðallega sem almenn fataverslun ásamt tískuvörum bæði fyrir konur og karla.
Í dag er lögð rík áhersla á fjölbreytt úrval tískufatnaðar, íþrótta- og útivistafatnaðar ásamt því að þjónusta íþróttafélögin í Fjallabyggð.
Sögu 1912 má rekja aftur til ársins 1912, nánar tiltekið 1. janúar, þegar dönsku athafnamennirnir, Fritz Nathan og Carl Olsen, stofnuðu Nathan & Olsen. Reksturinn byggðu þeir á innflutningi ýmissa nauðsynjavara til Íslands og útflutningi landbúnaðar- og fiskafurða til annarra landa. Höfuðstöðvar Nathan & Olsen voru upphaflega í Hafnarstræti 21 og útibú á Ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. Starfsemin var blómleg á þessum upphafsárum fyrirtækisins.