Fataverslanir

Um miðjan júlí 2014 keypti fyrirtækið L-7 ehf. Siglósport, gamalgróna verslun, sem hafði verið starfrækt síðan 1992. Fyrst sem íþróttavöruverslun en síðan aðallega sem almenn fataverslun ásamt tískuvörum bæði fyrir konur og karla.
Í dag er lögð rík áhersla á fjölbreytt úrval tískufatnaðar, íþrótta- og útivistafatnaðar ásamt því að þjónusta íþróttafélögin í Fjallabyggð.

Í Tösku- og hanskabúðinni er eitt mesta hanskaúrval landsins. Árið 1971 var byrjað að sérsauma hanska fyrir verslunina í Bretlandi en síðar var sú framleiðsla flutt til Ungverjalands þar sem nú er ein stærsta hanskaverksmiðja í heimi. Framleiðsla þeirra er úr besta fáanlega hráefni og er leðrið handskorið og elt og eru hluti af hönskum  ennþá frammleiddir þar fyrir verslunina.