BSO var stofnað 1953 og hefur allar götur síðan haft það að markmiði að veita viðskiptavinum sínum sem besta þjónustu.
Á stöðinni starfa 17 bílstjórar og bílaflotinn samanstendur af almennum leigubílum og jepplingum.
BSO veitir fjölbreytta þjónustu hvort sem um er að ræða útsýnisferðir, sérferðir eða fasta aksturssamninga.
Hafðu samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.
Bifreiðaverkstæði Muggs hefur í mörgu að snúast og sinnir öllum nauðsynlegum viðgerðum á flestum gerðum og stærðum bifreiða. Allt frá því að taka upp vélar og gírkassa í fólksbílum eða rútum, niður í smávægilegasta viðhald eins og bremsuklossaskipti, eða að koma fyrir nýrri viftureim. Réttingar og sprautun er eitt af því sem Muggur hefur dregið sig út úr en hann er fyrstur manna á staðinn þegar eitthvað kemur upp á. Enda sinnir hann þjónustu fyrir FÍB og neyðarþjónustu fyrir Sjóvá.
Verkstæðið er til húsa að Strandvegi 65a í Vestmannaeyjum.
Vaðlaheiðargöng liggja milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals og eru í eigu hlutafélags með sama nafni. Göngin voru opnuð fyrir umferð 21. desember 2018 en voru formlega vígð 12. janúar 2019.
Vaðlaheiðargöng eru fyrsta samgöngumannvirkið með eingöngu rafræna innheimtu og því án tafa á umferð. Innheimta veggjalda fer fram rafrænt á www.veggjald.is eða www.tunnel.is. Notendur búa til sitt svæði þar, skrá inn númer ökutækis eða ökutækja og tengja við greiðslukort sitt. Hægt er að greiða fyrir staka ferð eða fyrir fleiri ferðir á afsláttarkjörum. Á veggjald.is eru upplýsingar um gjaldskrá og þar er hægt að hlaða niður appi fyrir síma. Myndavélar taka myndir af númerum ökutækja sem ekið er um göngin. Veggjaldið skuldfærist sjálfkrafa á það greiðslukort sem skráð er við bílnúmerið. Tækifæri gefst til að greiða veggjald fyrir óskráð ökutæki að lokinni ferð en að öðrum kosti er það innheimt af skráðum umráðamanni ökutækis.
Í tímans rás hafa bílar og atvinnutæki breyst allmikið. Stærri og burðarmeiri bílar, aftanívagnar, betri vinnutæki, t.d. búslóðalyftur, rafmagnstjakkar, rafmagnströpputrillur svo eitthvað sé nefnt. Flytjum fyrirtæki, píanó, peningaskápa, búslóðir. Allt frá umslagi upp í stórflutninga. Einkunnaorð okkar eru: „Bílstjórarnir aðstoða“.
Ragnar og Ásgeir ehf. er geysiöflugt flutningafyrirtæki á Snæfellsnesi.
Starfsemin hefur stækkað og aukist með árunum. Í dag er fyrirtækið með starfsstöðvar í Grundarfirði, Snæfellsbæ og Reykjavík. Starfsemin snýst að mestu, eða u.þ.b. 90% um flutning á fiskafurðum (ferskur fiskur, frosinn fiskur og saltfiskur). Við bjóðum upp á allar gerðir flutninga, hvort sem það er flutningur á vörum, fersku sjávarfangi, gámum, búslóðum, vinnuvélum, byggingarefnum eða öðru. En langstærsti hluti starfseminnar snýst um flutning á fiskafurðum (ferskum fisk, frosnum fisk, saltfisk o.fl.) Bílaflotinn samanstendur fyrst og fremst af nýjum eða nýlegum ökutækjum og tengivögnum, sem sífellt verða fullkomnari með það að markmiði að tryggja sem best gæði þjónustunnar og þess flutnings sem skila þarf á áfangastað. Við hugsum vel um alla bílana okkar, þannig að þeir líti vel út og séu vel þrifnir. Það er okkar besta auglýsing.