Menning og afþreying

23. maí 2014 voru Eldheimar vígðir og teknir í notkun fyrir gosminjasýningu sem miðlar fróðleik um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973, sem án efa telst til stærstu náttúruhamfara Íslandssögunnar. Miðpunktur sýningarinnar er húsið, sem stóð við Gerðisbraut 10, sem grófst undir ösku í gosinu og var grafið upp. Hægt er að sjá á áhrifamikinn hátt dæmi um hvernig náttúruhamfarirnar fóru með heimili fólks.

Safnahús Vestmannaeyja var tekið í notkun 1977. Safnahúsið stendur við Ráðhúströð og hýsir bókasafn, héraðsskjalasafn, listasafn, ljósmyndasafn og byggðasafnið Sagnheima, auk sérstaks sýningarrýmis. Staða fjölmenningarfulltrúa er einnig hluti af starfsemi hússins.
Forstöðumaður Safnahúss er Kári Bjarnason.

Listasafn Íslands er höfuðsafn íslenska ríkisins á sviði myndlistar. Hlutverk þess er fjölþætt en grunnur starfseminnar byggir á þeirri ríkulegu safneign sem endurspeglar íslenska listasögu á 20. og 21. öld og á sér ekki hliðstæðu í öðrum söfnum.
Listasafn Íslands er elsta myndlistarsafn þjóðarinnar, stofnað árið 1884 í Kaupmannahöfn af Birni Bjarnarsyni (1853–1918) þá lögfræðikandídat og síðar alþingismanni og sýslumanni. Framtak Björns lýsir stórhug hans og trú á framtíð þjóðarinnar og mikilvægi myndlistar og menningarstarfsemi í sýn hans.

Hlutverk Byggðasafns Árnesinga er að safna, skrá, varðveita, forverja og rannsaka minjar um byggða-, menningar- og atvinnusögu Árnessýslu og kynna þær almenningi.

Í dag eru 11 beinagrindur til sýnis á safninu ásamt ýmsum öðrum sýningum og sýningagripum. Stærsta uppsetningarverkefni safnsins var á árunum 2015-2016 þegar að 25 metra löng steypireyð var sett saman inni á safninu. Hvalasafnið hefur í gegnum tíðina haldið viðburði og stofnað til ýmiskonar samstarfs, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Fimm sinnum hefur verið haldin svokölluð Hvalaráðstefna þar sem erlendir sem og íslenskir fræðimenn hafa látið ljós sitt skína í eina kvöldstund. Fræðsluverkefni hafa verið haldin í samvinnu við leik- og grunnskóla á Húsavík undir nafninu „Hvalaskólinn“.