Menntun og námskeið

Háskóli Íslands hefur verið undirstaða atvinnulífs og framfara í meira en 110 ár. Hann er stærsti háskóli landsins með langmesta fjölbreytni í námsframboði enda býður hann á fjórða hundrað spennandi námsleiðir á öllum fræðasviðum. Námið við skólann stenst alþjóðlegar gæðakröfur og opnar þannig dyr að framhaldsnámi og störfum víða um heim.

Hlutverk Starfsmenntar er að efla símenntun opinberra starfsmanna með það fyrir augum að þeir verði færari til að takast á við sífellt fjölbreyttari verkefni og jafnframt að auka möguleika stofnana á að þróa starfssvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra á hverjum tíma. Fræðslusetrið er þjónustuaðili fræðslumála fyrir félagsmenn þeirra fjölmörgu aðildarfélaga sem að setrinu standa. Það metur þörf fyrir fræðslu hjá einstökum stofnunum, stofnanahópum og starfsgreinum, kemur á starfstengdum námskeiðum, leggur fram nýjar hugmyndir að starfsþróunarverkefnum og veitir stofnunum ráðgjöf á sviði mannauðseflingar og fræðslu.

Skólinn kappkostar að gera nemendur sína sem best undirbúna fyrir háskólanám og veitir haldgóða menntun sem nýtist þeim hvert sem leið þeirra liggur að loknu stúdentsprófi. Svo að vel megi til takast þurfa skólinn og nemendur hans jafnan að gera miklar kröfur og setja markið hátt. Menntaskólinn í Reykjavík er bóknámsskóli með bekkjakerfi og hefur hver bekkur sína heimastofu. Stúdentsprófið er í dag þriggja ára nám. Skólinn skiptist í tvær meginbrautir, náttúrufræðibraut og málabraut. Þær greinast áfram í samtals átta deildir, náttúrufræði-, eðlisfræði-, fornmála- og nýmáladeild, allar með skiptingu í I og II.

Starfsemi Tónlistarskóla Árnesinga er umsvifamikill bæði hvað þjónustusvæði og fjölda nemenda varðar. Það sem skiptir þó mestu máli er að starfsemin er gríðarlega öflug og kennarahópurinn er skipaður vel menntuðu, metnaðarfullu og áhugasömu fólki. Árlega er haldinn mikill fjöldi tónleika. Auk smærri haust- og vortónleikar, spila nemendur út um allt samfélagið fyrir jólin og á ýmsum viðburðum. Stórtónleikar hvers árs eru margir, en nefna má deildatónleika þar sem hópastarfið fær að njóta sín, á Degi tónlistarskólanna eru haldnir svæðisbundnir tónleikar víða um sýsluna og síðast en ekki síst má nefna óperusýningar sem settar eru upp þriðja hvert ár. Á öllum þessum stórviðburðum tekur um helmingur nemenda skólans þátt hverju sinni og kennarar lyfta grettistaki með vinnu sinni.

LbhÍ gegnir lykilhlutverki í þeim þáttum samfélagsins sem snúa að þróun landbúnaðar, nýtingu náttúruauðlinda, skipulagsmála, umhverfis- og loftslagsmála sem og samfélagsins í heild. Hlutverk skólans er afar víðfeðmt og snertir grundvallarskilyrði lífs okkar á jörðinni, fæðuöryggi, aðgengi að heilnæmu andrúmslofti, hreinu vatni og orku sem aftur byggir á fjölbreytileika vistkerfa og jafnvægi þeirra í náttúrunni.

Nám við skólann er skipulagt á átta brautum. Þær eru opin braut, þar sem nemendur velja sér þrjár kjörgreinar, félagsfræðabraut, málabraut, náttúrufræðibraut, fjölnámsbraut, IB-braut til alþjóðlegs stúdentsprófs og listdansbraut fyrir þau sem eru í framhaldsnámi í listdansi. Í skólanum er kennt eftir áfangakerfi sem tryggir fjölbreytni námsins en leggur einnig þá skyldu á herðar nemendum að skipuleggja nám sitt og framvindu þess. Nemendur geta haft áhrif á framboð valáfanga og komið með hugmyndir að nýjum áföngum. Þeir geta einnig valið að vinna að sjálfstæðum verkefnum og lokaritgerðum. Þá gefst nemendum kostur á að ljúka áföngum án þess að sitja kennslustundir.