Framhaldsskólar

Skólinn kappkostar að gera nemendur sína sem best undirbúna fyrir háskólanám og veitir haldgóða menntun sem nýtist þeim hvert sem leið þeirra liggur að loknu stúdentsprófi. Svo að vel megi til takast þurfa skólinn og nemendur hans jafnan að gera miklar kröfur og setja markið hátt. Menntaskólinn í Reykjavík er bóknámsskóli með bekkjakerfi og hefur hver bekkur sína heimastofu. Stúdentsprófið er í dag þriggja ára nám. Skólinn skiptist í tvær meginbrautir, náttúrufræðibraut og málabraut. Þær greinast áfram í samtals átta deildir, náttúrufræði-, eðlisfræði-, fornmála- og nýmáladeild, allar með skiptingu í I og II.

Nám við skólann er skipulagt á átta brautum. Þær eru opin braut, þar sem nemendur velja sér þrjár kjörgreinar, félagsfræðabraut, málabraut, náttúrufræðibraut, fjölnámsbraut, IB-braut til alþjóðlegs stúdentsprófs og listdansbraut fyrir þau sem eru í framhaldsnámi í listdansi. Í skólanum er kennt eftir áfangakerfi sem tryggir fjölbreytni námsins en leggur einnig þá skyldu á herðar nemendum að skipuleggja nám sitt og framvindu þess. Nemendur geta haft áhrif á framboð valáfanga og komið með hugmyndir að nýjum áföngum. Þeir geta einnig valið að vinna að sjálfstæðum verkefnum og lokaritgerðum. Þá gefst nemendum kostur á að ljúka áföngum án þess að sitja kennslustundir.