Listasafn Íslands er höfuðsafn íslenska ríkisins á sviði myndlistar. Hlutverk þess er fjölþætt en grunnur starfseminnar byggir á þeirri ríkulegu safneign sem endurspeglar íslenska listasögu á 20. og 21. öld og á sér ekki hliðstæðu í öðrum söfnum.
Listasafn Íslands er elsta myndlistarsafn þjóðarinnar, stofnað árið 1884 í Kaupmannahöfn af Birni Bjarnarsyni (1853–1918) þá lögfræðikandídat og síðar alþingismanni og sýslumanni. Framtak Björns lýsir stórhug hans og trú á framtíð þjóðarinnar og mikilvægi myndlistar og menningarstarfsemi í sýn hans.
Hlutverk Byggðasafns Árnesinga er að safna, skrá, varðveita, forverja og rannsaka minjar um byggða-, menningar- og atvinnusögu Árnessýslu og kynna þær almenningi.
Í dag eru 11 beinagrindur til sýnis á safninu ásamt ýmsum öðrum sýningum og sýningagripum. Stærsta uppsetningarverkefni safnsins var á árunum 2015-2016 þegar að 25 metra löng steypireyð var sett saman inni á safninu. Hvalasafnið hefur í gegnum tíðina haldið viðburði og stofnað til ýmiskonar samstarfs, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Fimm sinnum hefur verið haldin svokölluð Hvalaráðstefna þar sem erlendir sem og íslenskir fræðimenn hafa látið ljós sitt skína í eina kvöldstund. Fræðsluverkefni hafa verið haldin í samvinnu við leik- og grunnskóla á Húsavík undir nafninu „Hvalaskólinn“.