Félag kvenna í atvinnulífinu FKA – Andrea Róbertsdóttir og Sigríður Hrund Pétursdóttir

Stjórn FKA 2022 til 2023. Frá vinstri: Katrín Kristjana Hjartardóttir, Edda Rún Ragnarsdóttir, Elfur Logadóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Dóra Eyland, Sigrún Jenný Barðadóttir, Sigríður Hrund Pétursdóttir, Unnur Elva Arnardóttir og Íris Ósk Ólafsdóttir. / Ljósm. Silla Páls.
Yfirlit af sögu félags kvenna í atvinnulífinu

Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) er öflugt tengslanet athafnakvenna og leiðtoga úr öllum greinum atvinnulífsins. Félagið hét upphaflega Félag kvenna í atvinnurekstri og var stofnað 9. apríl árið 1999. Fyrsti formaður félagsins var Jónína Bjartmarz og voru stofnfélagar 287.
Frá árinu 2012 hefur markmið félagsins verið að gæta hagsmuna, efla samstöðu og samstarf kvenna í atvinnulífinu. Samkvæmt lögum félagsins er tilgangur félagsins að styrkja enn stöðu kvenna í íslensku atvinnulífi og fjölga konum í stjórnunarstöðum og í eigin rekstri. Markmið félagsins er að styðja við vöxt og frama kvenna, auka nýsköpun meðal þeirra og annan atvinnurekstur, ásamt því að efla samstöðu og samstarf þeirra á meðal.

Skipurit FKA

FKA-skipurit

Með starfsemi FKA er stuðlað að framþróun í atvinnulífinu m.a. með hreyfiaflsverkefnum sem ætlað er að knýja fram breytinga í atvinnulífinu til að jafna stöðu kynjanna. FKA hefur staðið fyrir ýmsum verkefnum til að knýja fram breytingar. Fyrsta verkefnið hófst árið 2009 og fól í sér markmið um að fjölga konum í stjórnum.
Fjölmiðlaverkefni FKA hófst árið 2013, sama ár og kynjakvótalögin tóku gildi, en því er ætlað að auka sýnileika kvenna í fjölmiðlum og auka um leið þátttöku þeirra til að efla framgöngu kvenna í samfélaginu. Tilgangurinn er að tryggja fjölbreytni viðmælenda í fjölmiðlum og skapa tækifæri til að koma að mikilvægum sjónarmiðum og þekkingu allra kynja. Konur í atvinnulífinu búa yfir mikilvægri reynslu sem full ástæða er til að nýta í frétta- og þjóðfélagsumræðu. Með fjölbreyttum viðmælendahópi endurspegla fjölmiðlar samfélagið betur og þjóna um leið öllum sínum hlustendum.
Upphaflega var verkefnið til fimm ára, 2013-2017, en sá tími nægði ekki til að breyta hlutföllum í viðmælendahópi fjölmiðla með nægilega afgerandi hætti til að markmiðið næðist. Hefur því vinnunni verið haldið áfram með ýmsum hætti, m.a. með samstarfi við ýmsa fjölmiðla og fleiri aðila. Leitað hefur verið til sérfræðinga innan háskólasamfélagsins, Creditinfo og fjölmiðla um leiðir til að samræma kynjamælingar og tölfræði. Félagskonur FKA sem gefa sérstaklega kost á sér til að koma fram í fjölmiðlum eru einkenndar í félagatali á heimasíðu FKA til að auðvelda fréttamönnum og þáttastjórnendum að finna áhugaverða viðmælendur.

Stærsta hreyfiaflsverkefni FKA síðustu misseri er Jafnvægisvog FKA en það er unnið í samstarfi við Forsætisráðuneytið, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TBWA og RUV.

Tilgangur Jafnvægisvogar FKA er:

– Að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi
– Að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir
– Að veita viðurkenningar og draga fram í sviðljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar
– Að standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til hugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis
– Að taka saman heildræna stöðu og niðurstöðu greininga á stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöðu.

FKA heldur árlega Viðurkenningarhátíð FKA þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar og veitt eru þrenn verðlaun;
Hvatningarverðlaun FKA, Viðurkenning FKA og Þakkarviðurkenning FKA.
– Hvatningarverðlaun FKA eru veitt veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar.
– FKA Viðurkenningin er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning og fyrirmynd.
– Þakkarviðurkenningin er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu.
Konur sem hafa verið heiðraðar í gegnum árin hafa fundið á eigin skinni hvernig viðurkenningar FKA eru mikið hreyfiafl og hafa umtalsvert vægi. Félagið óskar hverju sinni eftir tilnefningum af landinu öllu þar sem mikilvægt er að fá fjölbreyttan hóp kvenna á blað. Dómnefnd er skipuð fjölbreyttum einstaklingum með það að markmiði að fá sem mesta fjölbreytni í viðurkenningarvalið.

Fyrsta FKA viðurkenningin var veitt á fyrsta starfsári félagsins, en þá fékk Hillary Rodham Clinton, þáverandi forsetafrú Bandaríkjanna viðurkenninguna. Síðan þá hafa verið veittar viðurkenningar á hverju ári til að vekja athygli á konum sem eru að gera framúrskarandi góða hluti í atvinnulífinu bæði á Íslandi og utan þess.

Félagið hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt í gegnum árin. Félagið samanstendur árið 2022 af 1.300 félagskonum sem ýmist eru með eigin atvinnurekstur eða stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi og stendur fyrir viðburðum, fræðslu, veitir ráðgjöf og knýr fram breytingar á lögum og venjum til að gæta jafnvægis og fjölbreytileika innan atvinnulífsins.
FKA er með þrjár sjálfstæðar megindeildir; Atvinnurekandadeild A-FKA, LeiðtogaAuði og Framtíð FKA.
– A-FKA er eingöngu fyrir konur sem eiga og reka fyrirtæki. Markmið deildarinnar er að standa vörð um hagsmuni félagskvenna sem atvinnurekenda, standa fyrir fræðslufundum sem taka mið af þörfum þeirra og áhugasviði og efla tengslanet þeirra.
– LeiðtogaAuður er skipuð konum sem hafa yfirgripsmikla stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu, bæði einkageira og hinum opinbera, hafa gegnt ábyrgðarstöðu og vilja taka þátt í eflingu
íslensks atvinnulífs.
– FKA Framtíð er deild fyrir konur sem vilja vaxa og ná lengra í íslensku atvinnulífi. Deildin leggur mikla áherslu á virka tengslanetsuppbyggingu og hagnýta fræðslu sem nýtist sem innlegg í starfsframa og þróun, bæði fag- og persónulega.

Að auki eru fjórar landsbyggðadeildir starfandi; FKA Norðurland, FKA Suðurland, FKA Suðurnes og FKA Vesturland sem og fjölmargar nefndir sem gegna ólíkum hlutverkum.
Formaður félagsins 2021-2023 er Sigríður Hrund Pétursdóttir og framkvæmdastjóri þess er Andrea Róbertsdóttir.

 

Jafnvægisvog FKA er hreyfiaflsverkefni unnið í samstarfi meðforsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, RÚV og Pipar\TBWA. Tilgangur verkefnisins er að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar í íslensku viðskiptalífi. / Ljósm. Silla Páls.

Jafnvægisvog FKA er hreyfiaflsverkefni unnið í samstarfi með
forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, RÚV og Pipar\TBWA.
Tilgangur verkefnisins er að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi
stjórnunar í íslensku viðskiptalífi. / Ljósm. Silla Páls.

Stjórn FKA 2022 til 2023. Frá vinstri: Katrín KristjanaHjartardóttir, Edda Rún Ragnarsdóttir, Elfur Logadóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Dóra Eyland, Sigrún Jenný Barðadóttir, Sigríður Hrund Pétursdóttir, Unnur Elva Arnardóttir og Íris Ósk Ólafsdóttir. / Ljósm. Silla Páls.

Stjórn FKA 2022 til 2023. Frá vinstri: Katrín Kristjana
Hjartardóttir, Edda Rún Ragnarsdóttir, Elfur Logadóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir, Dóra Eyland, Sigrún Jenný Barðadóttir,
Sigríður Hrund Pétursdóttir, Unnur Elva Arnardóttir og Íris Ósk
Ólafsdóttir. / Ljósm. Silla Páls.

Stórglæsileg dagskrá á Opnunarviðburði FKA 2021 viðElliðaárstöð. / Ljósm. FKA.

Stórglæsileg dagskrá á Opnunarviðburði FKA 2021 við
Elliðaárstöð. / Ljósm. FKA.

Konur og fjármál: Hvernig verðum við hreyfiafl á fjármálamarkaði vel heppnað málþing Fræðslunefndar FKA á hótel Natura ísamstarfi við Íslandsbanka. Fyrirlestrar voru fjölmargir þar sem viðfangsefnið var meðal annars fjárfestingaumhverfið á Íslandi og hvernig konur verði öflugir fjárfestar. / Ljósm. FKA.

Konur og fjármál: Hvernig verðum við hreyfiafl á fjármálamarkaði vel heppnað málþing Fræðslunefndar FKA á hótel Natura í
samstarfi við Íslandsbanka. Fyrirlestrar voru fjölmargir þar sem viðfangsefnið var meðal annars fjárfestingaumhverfið á Íslandi og
hvernig konur verði öflugir fjárfestar. / Ljósm. FKA.

Gjörningur og táknræn keðja á toppi gígsins í Búrfellsgjáþegar félagskonur gengu Búrfellsgjánna og beindu kastljósinu að nýrri nefnd, New Icelanders FKA eða Nýir íslendingar. / Dróna mynd ONNO ehf.

Gjörningur og táknræn keðja á toppi gígsins í Búrfellsgjá
þegar félagskonur gengu Búrfellsgjánna og beindu
kastljósinu að nýrri nefnd, New Icelanders FKA eða Nýir
íslendingar. / Dróna mynd ONNO ehf.

Ferðir Atvinnurekendadeildar FKA slá ávallt í gegn og hér másjá félagskonur á Jarðhitasýningu ON Hellisheiðarvirkjun í Suðurlandsferð AFKA. / Ljósm. FKA.

Ferðir Atvinnurekendadeildar FKA slá ávallt í gegn og hér má
sjá félagskonur á Jarðhitasýningu ON Hellisheiðarvirkjun í
Suðurlandsferð AFKA. / Ljósm. FKA.

Árlega heiðrar FKA þrjár konur í atvinnulífinu, veittar eru viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinuhvatning og fyrirmynd. Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur hlaut þakkarviðurkenningu FKA, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir forstjóri Marel á Íslandi hlaut viðurkenningu FKA og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir frumkvöðull, stjórnandi og framkvæmdastjóri í nýsköpunarfyrirtækinu Kara hlaut hvatningarviðurkenningu FKA árið 2020.

Árlega heiðrar FKA þrjár konur í atvinnulífinu, veittar eru viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu
hvatning og fyrirmynd. Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur hlaut þakkarviðurkenningu FKA, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir
forstjóri Marel á Íslandi hlaut viðurkenningu FKA og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir frumkvöðull, stjórnandi og framkvæmdastjóri í
nýsköpunarfyrirtækinu Kara hlaut hvatningarviðurkenningu FKA árið 2020.

Aðrar greinar

Rafbílar – Jón Kristján Sigurðsson og Runólfur Ólafsson

desember 27, 2023
Lesa nánar
Hvað getum við lært um mótun lífeyriskerfa af alþjóðasamfélaginu? Málþing 2018. Frá vinstri: Þórey S. Þórðardóttir, Ásdís Eva Hannesdóttir, Elín Björg Jónsdóttir, Gylfi Arnbjörnsson, Hannes G. Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson og Tómas Njáll Möller.

Landssamtök lífeyrissjóða – Þórey S. Þórðardóttir

desember 27, 2023
Lesa nánar

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd